Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 12:48 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira