Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 20:19 Elísabet Gunnarsdóttir kallar skilaboð til sinna leikmanna í Valencia í kvöld. Getty/Clive Brunskill Elísabet Gunnarsdóttir var örfáum mínútum frá algjörri draumabyrjun sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Liðið tapaði hins vegar, 3-2, gegn heimsmeisturum Spánar í Valencia í kvöld. Liðin áttust við í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar, á sama tíma og íslenska landsliðið atti kappi við Sviss. Belgía og Spánn leika í 3. riðli A-deildar, ásamt Portúgal og Englandi sem nú eigast við, en Ísland er í 2. riðli. Stelpurnar hennar Elísabetar glímdu vissulega við Golíat í kvöld en komust engu að síður í 2-0 í leiknum. Elísabet gaf Mariam Toloba sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Belgíu og hún þakkaði fyrir það með marki á 18. mínútu. Tessa Wullaert kom svo Belgíu í 2-0 þegar aðeins um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en Spánverjum tókst engu að síður að landa sigri. Claudia Pina minnkaði muninn á 77. mínútu og Lucía García náði að jafna metin á annarri mínútu uppbótartíma. Þá var enn tími fyrir Cristina Martin-Prieto til að skora sigurmarkið, á sjöttu mínútu uppbótartíma, eða í þann mund sem flautað var til leiksloka. Svíar sóttu þrjú stig til Danmerkur Í 4. riðli A-deildar vann Svíþjóð 2-1 útisigur gegn Danmörku í grannaslag. Linda Sembrant kom Svíum yfir snemma leiks en Pernille Harder jafnaði tíu mínútum síðar af vítapunktinum. Það var svo Fridolina Rolfö sem skoraði seinna mark Svía á 54. mínútu og þar við sat. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Sjá meira
Liðin áttust við í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar, á sama tíma og íslenska landsliðið atti kappi við Sviss. Belgía og Spánn leika í 3. riðli A-deildar, ásamt Portúgal og Englandi sem nú eigast við, en Ísland er í 2. riðli. Stelpurnar hennar Elísabetar glímdu vissulega við Golíat í kvöld en komust engu að síður í 2-0 í leiknum. Elísabet gaf Mariam Toloba sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Belgíu og hún þakkaði fyrir það með marki á 18. mínútu. Tessa Wullaert kom svo Belgíu í 2-0 þegar aðeins um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en Spánverjum tókst engu að síður að landa sigri. Claudia Pina minnkaði muninn á 77. mínútu og Lucía García náði að jafna metin á annarri mínútu uppbótartíma. Þá var enn tími fyrir Cristina Martin-Prieto til að skora sigurmarkið, á sjöttu mínútu uppbótartíma, eða í þann mund sem flautað var til leiksloka. Svíar sóttu þrjú stig til Danmerkur Í 4. riðli A-deildar vann Svíþjóð 2-1 útisigur gegn Danmörku í grannaslag. Linda Sembrant kom Svíum yfir snemma leiks en Pernille Harder jafnaði tíu mínútum síðar af vítapunktinum. Það var svo Fridolina Rolfö sem skoraði seinna mark Svía á 54. mínútu og þar við sat.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Sjá meira