„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:49 Einar Þorsteinsson hló að meirihlutasáttmála nýs meirihluta og er strax farinn að tala eins og borgarfulltrúi í minnihluta. Hann segir sáttmála nýs meirihluta mikil vonbrigði og þjóni baklandi flokkanna frekar en borgarbúum. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira