Innlent

Festist í fjöru á höfuð­borgar­svæðinu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fjaran við Álftanes. Myndin er úr safni.
Fjaran við Álftanes. Myndin er úr safni. Vísir/Henry

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða mann í gærkvöld eða nótt vegna þess að hann hafði fest sig úti í fjöru við utanvegaakstur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Því má gera ráð fyrir utanvegaaksturinn hafi átt sér stað á einhverjum á þeim stöðum.

Ekki er greint frá því hvernig tókst til að hjálpa manninum.

Í dagbókinni er einnig greint frá tveimur líkamsárásum. Önnur þeirra mun hafa átt sér stað í miðbænum, en hin í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sér um Kópavog og Breiðholt. Í báðum málunum var meintur gerandi farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×