Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 17:18 Dejan Kulusevski. Heung-min Son og Lucas Bergvall fagna hér Brennan Johnson sem skoraði tvö mörk fyrir Spurs í dag. Vísir/Getty Tottenham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan sigur á Ipswich á útivelli. Þá unnu Úlfarnir góðan útsigur gegn Bournemouth. Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar.
Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira