„Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Hinrik Wöhler skrifar 22. febrúar 2025 18:30 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, óskar eftir því að stuðningsmenn fjölmenni í N1-höllina á morgun. vísir / anton brink Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag. „Ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Mér fannst við spila frábærlega, varnarleikur var frábær hjá okkur og hrikalega góð vinnsla á allri línunni, að halda þessu liði í 21 einu marki er mjög sterkt. Við hlupum vel til baka og vorum ekki að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur þannig þetta var sanngjarn og góður sigur,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í dag. Valskonur áttu stórbrotinn leik frá upphafi til enda fyrir utan stuttan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þær fóru illa með góð færi og hefði Ágúst viljað sjá betri nýtingu í upphafi seinni hálfleiks. „Í upphafi seinni hálfleiks fórum við illa með færi, kannski fjögur eða fimm færi af línu og hefðum getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna og er ánægður með sjö marka sigur.“ Ágúst hélt áfram að ræða um byrjun seinni hálfleiks og segir að þetta hafi verið endurtekið stef hjá þeim á tímabilinu. „Það voru fyrstu sjö eða átta mínúturnar. Þetta hefur aðeins verið of oft hjá okkur að við byrjum seinni hálfleikinn eins og við erum að hita okkur upp fyrstu fimm mínúturnar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða en heilt yfir var frammistaða á alþjóðamælikvarða.“ Vilja standa fyrir sterkri liðsheild Thea Imani Sturludóttir var næstmarkahæst í leiknum með sjö mörk en hún fór gríðarlega vel af stað í dag og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. „Thea steig upp og átti í smá brasi og meiðslum en hún var góð. Margar voru að leggja í púkkið og það er það sem við viljum standa fyrir, sterka og góða liðsheild,“ sagði Ágúst. Varnarleikur Vals var gott sem upp á tíu og áttu tékknesku skytturnar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá hávörn Vals. Ágúst segir að leikplan sitt hafi gengið upp í vörninni. „Þær eru bara með rétthenda leikmenn og við viljum beina þeim til baka og náðum að koma í veg fyrir þær hreyfingar sem þær vilja fara í. Vörnin var algjörlega frábær en við þurfum við halda því til að klára þetta einvígi.“ „Þetta er reynslumikið og gott lið og geta komið til baka á morgun þannig við þurfum að halda rétt á spilunum á morgun,“ sagði Ágúst um síðari leik liðanna sem er á morgun á Hlíðarenda. Vill sjá 700 til 800 manns í stúkunni Valsarar eru vanir að halda stóra Evrópuleiki í N1-höllinni og var öllu tjaldað til fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn hvetur stuðningsmenn að fjölmenna á seinni leik liðanna á morgun. „Við þurfum að spila af fullum krafti til að loka þessu einvígi og koma okkur í undanúrslit. Það er markmiðið en til þess þurfum að fá enn þá betri mætingu en við fengum í dag. Ég var fyrir vonbrigðum með mætinguna. Ég vona að fólk mæti á morgun og styðji við liðið og hjálpi stelpunum að komast í undanúrslit sem væri stórkostlegt afrek.“ „Ég vil fá 700 til 800 manns á morgun klukkan fjögur, umgjörðin er upp á tíu og það er frábær dagskrá. Ég vil sjá fólk fjölmenna á leikinn og tryggja liðinu sæti í undanúrslitum,“ sagði Ágúst og kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
„Ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Mér fannst við spila frábærlega, varnarleikur var frábær hjá okkur og hrikalega góð vinnsla á allri línunni, að halda þessu liði í 21 einu marki er mjög sterkt. Við hlupum vel til baka og vorum ekki að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur þannig þetta var sanngjarn og góður sigur,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í dag. Valskonur áttu stórbrotinn leik frá upphafi til enda fyrir utan stuttan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þær fóru illa með góð færi og hefði Ágúst viljað sjá betri nýtingu í upphafi seinni hálfleiks. „Í upphafi seinni hálfleiks fórum við illa með færi, kannski fjögur eða fimm færi af línu og hefðum getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna og er ánægður með sjö marka sigur.“ Ágúst hélt áfram að ræða um byrjun seinni hálfleiks og segir að þetta hafi verið endurtekið stef hjá þeim á tímabilinu. „Það voru fyrstu sjö eða átta mínúturnar. Þetta hefur aðeins verið of oft hjá okkur að við byrjum seinni hálfleikinn eins og við erum að hita okkur upp fyrstu fimm mínúturnar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða en heilt yfir var frammistaða á alþjóðamælikvarða.“ Vilja standa fyrir sterkri liðsheild Thea Imani Sturludóttir var næstmarkahæst í leiknum með sjö mörk en hún fór gríðarlega vel af stað í dag og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. „Thea steig upp og átti í smá brasi og meiðslum en hún var góð. Margar voru að leggja í púkkið og það er það sem við viljum standa fyrir, sterka og góða liðsheild,“ sagði Ágúst. Varnarleikur Vals var gott sem upp á tíu og áttu tékknesku skytturnar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá hávörn Vals. Ágúst segir að leikplan sitt hafi gengið upp í vörninni. „Þær eru bara með rétthenda leikmenn og við viljum beina þeim til baka og náðum að koma í veg fyrir þær hreyfingar sem þær vilja fara í. Vörnin var algjörlega frábær en við þurfum við halda því til að klára þetta einvígi.“ „Þetta er reynslumikið og gott lið og geta komið til baka á morgun þannig við þurfum að halda rétt á spilunum á morgun,“ sagði Ágúst um síðari leik liðanna sem er á morgun á Hlíðarenda. Vill sjá 700 til 800 manns í stúkunni Valsarar eru vanir að halda stóra Evrópuleiki í N1-höllinni og var öllu tjaldað til fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn hvetur stuðningsmenn að fjölmenna á seinni leik liðanna á morgun. „Við þurfum að spila af fullum krafti til að loka þessu einvígi og koma okkur í undanúrslit. Það er markmiðið en til þess þurfum að fá enn þá betri mætingu en við fengum í dag. Ég var fyrir vonbrigðum með mætinguna. Ég vona að fólk mæti á morgun og styðji við liðið og hjálpi stelpunum að komast í undanúrslit sem væri stórkostlegt afrek.“ „Ég vil fá 700 til 800 manns á morgun klukkan fjögur, umgjörðin er upp á tíu og það er frábær dagskrá. Ég vil sjá fólk fjölmenna á leikinn og tryggja liðinu sæti í undanúrslitum,“ sagði Ágúst og kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira