„Eigum skilið að finna til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 20:16 Arteta og aðstoðarmaður hans Albert Stuivenberg ræða málin í leiknum í dag. Vísir/Getty Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“ Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“
Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira