Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun