Handbolti

Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dana Björg Guðmundsdóttir hefur ekki tapað leik með Volda síðan hún var valin í A-landsliðið.
Dana Björg Guðmundsdóttir hefur ekki tapað leik með Volda síðan hún var valin í A-landsliðið. HSÍ

Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru örugglega búnar að gleyma því hvernig það er að tapa. Sigurganga liðsins hélt áfram í dag og íslenska landsliðskonan var í stuði.

Volda hefur unnið tólf leiki í röð í norsku b-deildinni eða alla leiki sína í deildinni frá því snemma í nóvember.

Volda vann þrettán marka sigur á Pors í dag, 30-17, eftir að hafa verið 11-10 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá Volda en liðið vann hann 19-7.

Sigurinn þýðir að liðið er áfram í efsta sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Fjellhammer. Efsta liðið fer beint upp en næstu tvö þurfa að fara í umspil.

Íslenski landsliðshornamaðurinn er áfram að spila vel en Dana Björg var með 9 mörk úr 11 skotum í þessum leik. Fjögur af mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupi en fimm úr vinstra horninu.

Dana var markhæst í sínu liði, skoraði tveimur mörkum meira en Mie Blegen Stensrud sem var með 7 mörk úr 13 skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×