Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 14:18 Erling Haaland í stúkunni á Etihad á leik Manchester City og Liverpool í gær. getty/Catherine Ivill Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Liverpool, varð aðeins á í messunni á meðan leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk. Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01
„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32