Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 15:02 Lionel Messi var hinn fúlasti eftir jafntefli Inter Miami og New York City. getty/Megan Briggs Þrátt fyrir að Inter Miami hafi bjargað stigi gegn New York City í 1. umferð MLS-deildarinnar um helgina var Lionel Messi fúll og viðskotaillur eftir leikinn. Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira