Línumaðurinn Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark fyrir Bergischer. Vinstri skyttan Arnór Viðarsson skoraði síðustu tvö mörk liðsins og gaf einnig eina stoðsendingu, undir lok fyrri hálfleiks.

Bergischer leikur undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar og hefur spilað vel undanfarið, liðið tapaði síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót en er á þriggja leikja sigurgöngu síðan deildin hófst aftur eftir HM.
Liðið er nú með þriggja stiga forystu á toppnum í þýsku B-deildinni og stefnir upp í úrvalsdeild, en aðeins 20 af 34 umferðum hafa verið spilaðar.