Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 11:37 Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni. Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni.
Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira