Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 11:37 Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni. Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni.
Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira