Engin röð á Læknavaktinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 21:51 Blaðamaður smellti af þessari mynd á leiðinni út af Læknavaktinni á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Undur og stórmerki gerðust þegar feðgar mættu á Læknavaktina í Austurveri á níunda tímanum í kvöld. Fáir bílar á bílastæðinu hefðu átt að vera vísbending en það kom þeim engu að síður í opna skjöldu og skemmtilega á óvart að röðin var engin. Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira