FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 09:30 Leikmenn FH höfðu greinilega mjög gaman að því að æfa á grasi í gær enda ennþá bara febrúar. @fhingar FH-ingar eru að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í Bestu deildinni í fótbolta sem hefst eftir rúman mánuð. FH-liðið þarf þó ekki að fljúga suður til Evrópu til að komast á grasvöll. Á meðan hin liðin á Íslandi eru að æfa á gervigrasvöllum þá birti FH myndir af leikmönnum sínum að æfa á grasvelli í gær. Ástæðan liggur í nýja hybrid-grasinu sem FH-ingar settu á æfingasvæðið sitt í Kaplakrika. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi en grasið var fyrst lagt fyrir haustið 2023. Það fór fyrst á æfingavöllinn en FH-ingar hafa einnig talað um það að setja það í framtíðinni á aðalvöll FH. Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en fimm prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. Það var alveg fagurgrænt þegar meistaraflokks menn FH æfðu þar í gær. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum, í viðtali við Vísi síðasta haust. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón í fyrrnefndi viðtali. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH á grasinu í gær. Það fylgir reyndar að sögunni að það fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gær og stuttu seinna var allt orðið hvítt. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Besta deild karla FH Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Á meðan hin liðin á Íslandi eru að æfa á gervigrasvöllum þá birti FH myndir af leikmönnum sínum að æfa á grasvelli í gær. Ástæðan liggur í nýja hybrid-grasinu sem FH-ingar settu á æfingasvæðið sitt í Kaplakrika. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi en grasið var fyrst lagt fyrir haustið 2023. Það fór fyrst á æfingavöllinn en FH-ingar hafa einnig talað um það að setja það í framtíðinni á aðalvöll FH. Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en fimm prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. Það var alveg fagurgrænt þegar meistaraflokks menn FH æfðu þar í gær. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum, í viðtali við Vísi síðasta haust. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón í fyrrnefndi viðtali. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH á grasinu í gær. Það fylgir reyndar að sögunni að það fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gær og stuttu seinna var allt orðið hvítt. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar)
Besta deild karla FH Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann