„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. febrúar 2025 23:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. „Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum. Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
„Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum.
Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira