Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Íris Hólm er 54 kíló í dag. Sem mest var hún 122. Mosfellingurinn Íris Hólm Jónsdóttir var orðin 122 kíló og var hrædd um eigið líf. Hún tók málin í eigin hendur og hvetur fólk sem tekst á við erfiðleika í lífinu að leita sér hjálpar en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag í vikunni. Íris hætti ung í skóla og byrjaði að baka pítsur á pítsastöðum. Söngur átti samt hug hennar allan. Mögulega muna sumir eftir henni úr Idol þar sem hún keppti aðeins sextán ára og ári síðar tók hún þátt í X-Factor og endaði í fjórða sæti. Við tók ágætis ferill og var hún í bakröddum hjá Frostrósum og fleirum. Hana langaði alltaf í nám en það gekk alltaf frekar brösuglega. Seinna átti hún eftir að fá ADHD greiningu sem skýrði margt. Þegar Íris var 24 ára varð hún ófrísk af dóttur sinni. Tveimur árum síðar var hún mætt í söngleikjanám í New York og útskrifaðist 2017. Hún kemur heim og byrjar að kenna leiklist í grunnskóla. „Eftir tvö ár því starfi þá krassa ég eiginlega bara og fæ taugaáfall,“ segir Íris og bætir við að þá hafa tekið við endurhæfingarferli. Tveimur árum síðar greinist hún með geðhvörf tvö. „Sem útskýrir betur allt sem á undan hafði gengið,“ segir hún en við tók eins og gefur að skilja vinna með sjúkdóminn. „Síðan þá er ég búin að vera í góðum bata en gengst síðan undir efnaskiptaaðgerð árið 2021 sem breytti líka bara öllu. Ég held ég hafi byrjað að fitna í kringum sextán, sautján ára aldurinn. Þá var ég með mínum fyrsta kærasta og margt að gerast og maður breytist líkamlega. En þetta var alls ekki að trufla mig og ég taldi þetta bara eðlilegan hluta af lífinu. Ég var alltaf mikið jójó. Fitnaði aðeins og léttist aftur. Þegar ég varð ófrísk 24 ára bæti ég á mig þyngd sem ég á erfitt með að losa mig við,“ segir Íris sem prófaði í kjölfarið alla kúrana. Andleg líðan eftir barnsburð var erfið segir hún og ofþyngdin ýtti undir þunglyndi og þunglyndið ýtti undir ofþyngd. „Ég leitaði í mat með allt. Ef það gekk vel þá keypti ég mér eitthvað gott. Ef það gekk illa þá huggaði ég sjálfan mig með að borða eitthvað þannig að matur var alltaf mitt til að díla við allt. Vanlíðan ýtir undir mataræði sem varð mér ekki til góðs.“ Um þrítugt var hún komin með áhyggjur af sjálfri sér. „Ég var farinn að finna í líkamanum að ég var farin að vantreysta honum. Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttir mín bað um að fara í göngutúra. Ég var 32 ára og hugsaði með mér hvort það væri nú eðlilegt að fá kvíðakast ef dóttir mín vill fara í stuttan göngutúr. Ég var farin að fá kvíða yfir því að fara í flug, hvað er langt þangað til að ég þarf framlengingu á beltið. Hnén voru orðin léleg og ég var alltaf með bakverki. Þetta hélst allt í hendur. Andlega líðanin og líkamlega ástandið.“ Eins og áður segir var Íris orðin 122 kíló þegar hún var sem þyngst en hún er 167 sentímetrar á hæð. Andleg líðan hennar var orðin slæm. „Ég gat ekki gefið af mér það sem ég vildi þegar mér leið svona líkamlega,“ segir Íris en bætir við að þetta snúist alls ekki um útlitið, heldur um heilsuna. „Ég er 54 kíló í dag og var orðin 122. Nú er ég bara að vinna í því að vinna upp vöðvamassa og styrkja mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar ýkjurnar eru 122 kíló þá er auðvelt að fara í ýkjurnar í hina áttina. Ég þarf að minna mig á það að borða en ég sækist líka í öðruvísi mat í dag, hreinni mat. Það er í eðli efnaskiptaaðgerða að efnaskiptin hafa breyst og líkaminn kallar á öðruvísi fæðu og næringu.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinin. Ísland í dag Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Íris hætti ung í skóla og byrjaði að baka pítsur á pítsastöðum. Söngur átti samt hug hennar allan. Mögulega muna sumir eftir henni úr Idol þar sem hún keppti aðeins sextán ára og ári síðar tók hún þátt í X-Factor og endaði í fjórða sæti. Við tók ágætis ferill og var hún í bakröddum hjá Frostrósum og fleirum. Hana langaði alltaf í nám en það gekk alltaf frekar brösuglega. Seinna átti hún eftir að fá ADHD greiningu sem skýrði margt. Þegar Íris var 24 ára varð hún ófrísk af dóttur sinni. Tveimur árum síðar var hún mætt í söngleikjanám í New York og útskrifaðist 2017. Hún kemur heim og byrjar að kenna leiklist í grunnskóla. „Eftir tvö ár því starfi þá krassa ég eiginlega bara og fæ taugaáfall,“ segir Íris og bætir við að þá hafa tekið við endurhæfingarferli. Tveimur árum síðar greinist hún með geðhvörf tvö. „Sem útskýrir betur allt sem á undan hafði gengið,“ segir hún en við tók eins og gefur að skilja vinna með sjúkdóminn. „Síðan þá er ég búin að vera í góðum bata en gengst síðan undir efnaskiptaaðgerð árið 2021 sem breytti líka bara öllu. Ég held ég hafi byrjað að fitna í kringum sextán, sautján ára aldurinn. Þá var ég með mínum fyrsta kærasta og margt að gerast og maður breytist líkamlega. En þetta var alls ekki að trufla mig og ég taldi þetta bara eðlilegan hluta af lífinu. Ég var alltaf mikið jójó. Fitnaði aðeins og léttist aftur. Þegar ég varð ófrísk 24 ára bæti ég á mig þyngd sem ég á erfitt með að losa mig við,“ segir Íris sem prófaði í kjölfarið alla kúrana. Andleg líðan eftir barnsburð var erfið segir hún og ofþyngdin ýtti undir þunglyndi og þunglyndið ýtti undir ofþyngd. „Ég leitaði í mat með allt. Ef það gekk vel þá keypti ég mér eitthvað gott. Ef það gekk illa þá huggaði ég sjálfan mig með að borða eitthvað þannig að matur var alltaf mitt til að díla við allt. Vanlíðan ýtir undir mataræði sem varð mér ekki til góðs.“ Um þrítugt var hún komin með áhyggjur af sjálfri sér. „Ég var farinn að finna í líkamanum að ég var farin að vantreysta honum. Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttir mín bað um að fara í göngutúra. Ég var 32 ára og hugsaði með mér hvort það væri nú eðlilegt að fá kvíðakast ef dóttir mín vill fara í stuttan göngutúr. Ég var farin að fá kvíða yfir því að fara í flug, hvað er langt þangað til að ég þarf framlengingu á beltið. Hnén voru orðin léleg og ég var alltaf með bakverki. Þetta hélst allt í hendur. Andlega líðanin og líkamlega ástandið.“ Eins og áður segir var Íris orðin 122 kíló þegar hún var sem þyngst en hún er 167 sentímetrar á hæð. Andleg líðan hennar var orðin slæm. „Ég gat ekki gefið af mér það sem ég vildi þegar mér leið svona líkamlega,“ segir Íris en bætir við að þetta snúist alls ekki um útlitið, heldur um heilsuna. „Ég er 54 kíló í dag og var orðin 122. Nú er ég bara að vinna í því að vinna upp vöðvamassa og styrkja mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar ýkjurnar eru 122 kíló þá er auðvelt að fara í ýkjurnar í hina áttina. Ég þarf að minna mig á það að borða en ég sækist líka í öðruvísi mat í dag, hreinni mat. Það er í eðli efnaskiptaaðgerða að efnaskiptin hafa breyst og líkaminn kallar á öðruvísi fæðu og næringu.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinin.
Ísland í dag Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið