Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2025 10:21 Sölvi Tryggvason segist nú taka öllum ráðleggingum um eigin heilsu með fyrirvara. Stöð 2 Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir áhugavert að í hvert einasta skipti sem tekið sé viðtal við einhvern sem segist líða vel á „öfgakenndu“ matarræði eða hafi lagað líkamlega veikleika spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að slíkir hlutir séu stórhættulegir. Sérfræðingar sem hafi ekki reynt hlutina á eigin skinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Sölva á Vísi, sem ber heitið „Sérfræðingarnir.“ Þar rifjar hann upp að hafa farið í harkalega kulnun fyrir fimmtán árum síðan og heilsan hrunið gjörsamlega. Læknar hafi ekki getað aðstoðað og hann hafi þá farið að sækja sér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið farið að gera tilraunir á sjálfum sér. Fór að taka ráðleggingum með fyrirvara „Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft.“ Sölvi segist hafa farið að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem hafi verið harðastir á því að hann ætti ekki að fara í kalda potta hafi átt það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem hafi verið á móti því að hann prófaði föstur hafi yfirleitt átt það sameiginlegt að hafa heldur ekki prófað og heldur ekki þeir sem ráðlögðu Sölva að prófa ekki breytingar á mataræði. Hinir sem hafi borið þessu vel söguna hafi átt það sameiginlegt að hafa stundað það sjálfir. „Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu.“ Hugleiði alla daga en á engar bækur Sölvi rifjar upp í pistlinum að hann hafi á þessu tímabili í fyrssta sinn byrjað að stunda hugleiðslu. Hann hafi kynnst góðum og stórmerkilegum manni sem hafi hugleitt nánast alla daga í meira áratug. Hann hafi nær alltaf virkað glaður og uppfullur af orku. „Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Sölvi segist sjálfur vera þeirrar skoðunar að viska verði til þegar þekkingu sé breytt í raunverulega persónulega reynslu. Hann segir áhugavert að í nánast hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafi lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl,“ spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. „Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra?“ Taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir umræðuna Pistill Sölva er skrifaður í framhaldi af Facebook-færslu hans í gær um hugvíkkandi efni. Vinkona hans Sara María Júlíusdóttir stendur fyrir ráðstefnunni sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Mikil umræða hefur skapast um efnin í kjölfarið. Í færslunni upplýsti Sölvi að hann hefði skrifað kafla um reynslu sína af notkun hugvíkkandi efna í bók sinni Á eigin skinni, sem hann gaf út árið 2019. Hann hafi hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið væri ekki tilbúið í þessa umræðu og að efni kaflans myndi skyggja á annað hjálplegt efni í bókinni. „Það eru magnaðir hlutir að gerast á þessu sviði og rannsóknir sem sýna frábæran árangur þegar kemur að áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og fleiri kvillum hrannast inn. Sem betur fer er það að verða minna og minna taboo í samfélaginu að tala um þetta, enda beinlínis rangt að banna umræðu um eitthvað sem hefur hjálpað mjög stórum hópi af fólki. Þessi vegferð er alls ekki fyrir alla og er alls ekki hættulaus, en við eigum að hafa val sem fullorðið fólk.“ Hugvíkkandi efni Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Sölva á Vísi, sem ber heitið „Sérfræðingarnir.“ Þar rifjar hann upp að hafa farið í harkalega kulnun fyrir fimmtán árum síðan og heilsan hrunið gjörsamlega. Læknar hafi ekki getað aðstoðað og hann hafi þá farið að sækja sér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið farið að gera tilraunir á sjálfum sér. Fór að taka ráðleggingum með fyrirvara „Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft.“ Sölvi segist hafa farið að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem hafi verið harðastir á því að hann ætti ekki að fara í kalda potta hafi átt það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem hafi verið á móti því að hann prófaði föstur hafi yfirleitt átt það sameiginlegt að hafa heldur ekki prófað og heldur ekki þeir sem ráðlögðu Sölva að prófa ekki breytingar á mataræði. Hinir sem hafi borið þessu vel söguna hafi átt það sameiginlegt að hafa stundað það sjálfir. „Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu.“ Hugleiði alla daga en á engar bækur Sölvi rifjar upp í pistlinum að hann hafi á þessu tímabili í fyrssta sinn byrjað að stunda hugleiðslu. Hann hafi kynnst góðum og stórmerkilegum manni sem hafi hugleitt nánast alla daga í meira áratug. Hann hafi nær alltaf virkað glaður og uppfullur af orku. „Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Sölvi segist sjálfur vera þeirrar skoðunar að viska verði til þegar þekkingu sé breytt í raunverulega persónulega reynslu. Hann segir áhugavert að í nánast hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafi lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl,“ spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. „Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra?“ Taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir umræðuna Pistill Sölva er skrifaður í framhaldi af Facebook-færslu hans í gær um hugvíkkandi efni. Vinkona hans Sara María Júlíusdóttir stendur fyrir ráðstefnunni sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Mikil umræða hefur skapast um efnin í kjölfarið. Í færslunni upplýsti Sölvi að hann hefði skrifað kafla um reynslu sína af notkun hugvíkkandi efna í bók sinni Á eigin skinni, sem hann gaf út árið 2019. Hann hafi hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið væri ekki tilbúið í þessa umræðu og að efni kaflans myndi skyggja á annað hjálplegt efni í bókinni. „Það eru magnaðir hlutir að gerast á þessu sviði og rannsóknir sem sýna frábæran árangur þegar kemur að áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og fleiri kvillum hrannast inn. Sem betur fer er það að verða minna og minna taboo í samfélaginu að tala um þetta, enda beinlínis rangt að banna umræðu um eitthvað sem hefur hjálpað mjög stórum hópi af fólki. Þessi vegferð er alls ekki fyrir alla og er alls ekki hættulaus, en við eigum að hafa val sem fullorðið fólk.“
Hugvíkkandi efni Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira