„Litla höggið í sjálfstraustið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2025 14:02 Steinunn Björnsdóttir segir Framkonur klárar í slaginn. Tíminn sé til kominn að vinna Val, á ný. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. „Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi. Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
„Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi.
Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira