Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 19:02 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“ Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“
Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira