Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:46 Steinn Jóhannsson sviðstjóri segir borgina virða skuldbindingu sína frá 2022 um að aðstoða Hjalla við að finna nýtt húsnæði. Samsett Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43