Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2025 15:32 Ólafur var hissa á að heyra af því að hjólið sem átti að vera í bakgarðinum var komið í höfnina. Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi. „Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“ Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Musk æstur í Reðursafnið Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðursafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
„Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“
Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Musk æstur í Reðursafnið Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðursafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”