Innlent

Hitafundur í Hvíta húsinu og ó­veður í Reynisfjöru

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Stjórnmálafræðingur segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa stutt málstað Rússlandsforseta með framkomu sinni og yfirlýsingum á hitafundi í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir viðbrögðin vegna uppákomunnar í Hvíta húsinu milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu og ræðum við sérfræðing sem segir að svo virðist sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir að enginn hafi slasast er sjór gekk inn á bílastæðið við Reynisfjöru í gær. Ábúendur á svæðinu segjast aldrei hafa séð annað eins.

Þá ríkir nokkur eftirvænting fyrir framboðsræðum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fluttar verða á landsfundi flokksins síðdegis í dag.

Margt verður einnig um að vera í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir vetrarhátíð við Mývatn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf og hægt er að hlusta í spilaranum hér að neðan. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 1. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×