Fótbolti

„Þakka Alberti frá dýpstu hjarta­rótum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson verður væntanlega með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Kósovó í þessum mánuði.
Albert Guðmundsson verður væntanlega með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Kósovó í þessum mánuði. getty/Massimo Paolone

Albert Guðmundsson sneri aftur á völlinn þegar Fiorentina sigraði Lecce, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Knattspyrnustjóri Fiorentina hrósaði honum í hástert eftir leikinn.

Albert braut bein í baki fyrir tæpum tveimur vikum og búist var við að hann yrði frá keppni í um mánuð.

Hann var hins vegar kominn í leikmannahóp Fiorentina fyrir leikinn í gær og kom inn á þegar tvær mínútur voru eftir.

Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, kvaðst ánægður með fórnfýsi Alberts og jós hann lofi eftir leikinn gegn Como.

„Albert æfði ekkert með okkur heldur æfði bara einn. Ég spurði hann hvort honum fyndist hann vera tilbúinn að vera á bekknum til að hjálpa okkur og ég þakka honum frá dýpstu hjartarótum að hafa komið svona fljótt til baka. Hann verður alkominn til baka á fimmtudaginn,“ sagði Palladino en Fiorentina mætir Panathianaikos í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn.

Fyrir leikinn í gær hafði Fiorentina tapað þremur leikjum í röð. Flórensliðið er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×