Sara varði virkilega vel í leiknum og hafði ekki tölu á því eftirá hvað þetta voru mörg skot sem hún tók (þau voru tólf).
„Nei þetta snýst meira um að vera til staðar fyrir stelpurnar og taka líka stúkuna með í stemninguna, því það er okkar næsti leikmaður. Hver er að telja skilurðu?“ spurði Sara létt í bragði.

Haukar byrjuðu sterkt, héldu fimm marka forystu nánast allan leikinn og sigurinn varð sannfærandi.
„Það var bara grimmd og gleði. Byrjuðum rosa sterkt og ætluðum að koma grimmar inn í vörnina, það gekk rosa vel. Þær skora bara tuttugu mörk í dag, þetta frábæra Framlið, geggjað sóknarlið. Geggjuð vörn í dag hjá okkur.“
Ljóst er að titlinum verður vel fagnað enda í fyrsta sinn í átján ár sem Haukakonur hampa honum. Hvernig á að fagna í kvöld?
„Það verður eitthvað, ég veit það ekki, segir maður ekki bara bíp við því?“ sagði Sara að lokum og brosti út í annað.