Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 08:31 Benoný Breki Andrésson fagnar öðru tveggja marka sinna gegn Blackpool um helgina. Getty/Ben Roberts Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi. Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig. Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig.
Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira