„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. mars 2025 09:01 Þórdís Ásta er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. Fullt nafn? Þórdís Ásta Ingvarsdóttir Aldur? 25 ára Starf? Ég er minn eigin yfirmaður. Menntun? Stúdent Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hugrökk, öðruvísi og hjartnæm Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að líf mitt hefur verið erfitt, að því leytinu til því að ég er komin svo langt, búin að vinna mikið í sjálfri mér og ég tel það vera jákvætt því það gefur öðrum hvatningu að líf þeirra getur orðið betra með verkfærum og vinnu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Marilyn Monroe, þar sem hún vissi að hún vildi fara öðruvísi að en aðrir og þar er hún fyrirmyndin mín, hún varð að þeirri sem hún sá fyrir sér verða og fór sína leið óháð því hvað aðrir höfðu að segja um það. Hvað hefur mótað þig mest? Guð, bækurnar sem ég hef lesið, það sem ég hef horft á og allt sem ég mata mig alla af, fólkið sem umvefur mig alla, náttúran og allt sem ég nú þegar hef. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Þunglyndi, með því að vinna í sjálfri mér og breyta erfiði í fegurð með því að nota sársaukann, sjáðu til hann er ekki bara neikvæður heldur líka jákvæður því hann getur hjálpað þér að líða betur og hjálpað þér að verða miklu betri en áður. Sjáðu til ef þú finnur að þú sért týnd eða týndur, það er gott því þarna hefur tækifæri til að breytast og verða betri, þú hefur tækifæri að finna þig enn betri en áður. Alveg eins eftir mikil erfiði verður þú að fiðrildi, stjörnur skína aðeins þegar myrkur er og þurfum við myrkrið til að skína enn skærar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af öllum útgáfum af sjálfri mér því þær gáfust aldrei upp á mér og núna á ég þetta fallega líf sem ég elska af öllu hjarta, ég elska líf mitt og sé það fallegt en ekki erfitt eins og ég gerði í mörg ár. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er lífið mitt alveg eins og það hefur spilast. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég tek mér tíma í þögninni því svörin eru þar, ég skrifa niður í dagbókina mína þakklæti því það lyftir þér upp og lætur þér líða betur. Ég hlusta á jákvæða gamla tónlist, bý til spilara og ein besta leiðin til að losa sig við stress er að hlusta á fuglana syngja og vera í núinu. Fara út í náttúruna og aftengja sig frá raftækjum því náttúran og allt sem við höfum nú þegar í kringum okkur hefur mun meiri lækningarmátt en margir gera sér grein fyrir. Náttúran læknar, sólin gefur gleði, trén taka neikvæðni, fuglarnir betrumbæta og allt bara að fara í göngutúr getur lyft þér upp. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allt gerist af ástæðu, það er það besta því það heilræði hefur hjálpað mér að betrumbæta mitt líf, það er svo mikið frelsi að geta sagt bara allt gerist af ástæðu og að læra það breytir öllu fyrir þig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Að hafa labbað i vitlausan klefa í 7. bekk í umbun og rekast á bekkjarbróðir minn frekar fáklæddan, já það var neyðarlegt atvik sem var mögulega fast í hausnum mínum alla skólagönguna. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég hugsa að minn leyndi hæfileiki er að gera mitt líf að mínu eins og ég hef það í huganum. Og soldið bara að finna mér ný áhugamál, læra eitthvað nýtt og verða góð í því. Þú getur gert allt sem þú vilt, þetta er bara allt saman hugarfarið og það er þitt að ákveða og síðan láta verða að því, leyfðu þér að finna þér áhugamál, læra eitthvað nýtt á hverjum degi og sjáðu bara hvað þú ert öflug, öflugur og öflugt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Hugarfarið, góð orka og fólk sem er jákvætt, tilbúin að hjálpa, samgleðjast, gefa af sér og fólk sem sér fyrir sér ákveðið líf og fer á eftir því. En óheillandi? Fólk sem finnst það þurfa að tala um annað fólk, það skil ég ekki og að mínu mati er það fólk með lítinn huga, fólk sem kvartar yfir því sem fær engu breytt eins og veðrinu. Því það er ekki að betrumbæta lífið á neinn hátt að tala um aðra og kvarta yfir einhverju sem fær engu breytt. Betrumbætum hvort annað frekar, hrósum og tökum því sem okkur líkar ekki sem hvatningar að gera betur. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að sjá eftir því að hafa ekki gert allt sem mig langaði þegar minn tími er kominn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár er ég búin að betrumbæta mig og heiminn, ég er að ferðast um heiminn með manninum og börnunum mínum til að kenna þeim á lífið og sýna þeim að það sem skiptir máli er að vera góð hvert við annað, að heimurinn er ekki eins allstaðar og að það að ferðast um heiminn kennir meira en að sitja í skólastofu marga tíma og að hafa engan áhuga á efninu. Ég er búin að gera allt sem ég sá fyrir mér og held áfram að toppa mig. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku sem er mitt móðurmál, en ég hef mikinn áhuga af tungumálum og ef ég mætti velja um ofurkraft væri það að tala öll tungumál í heiminum til að geta skilið alla. Ég hef lært ensku, dönsku, spænsku, frönsku og er núna að læra japönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er allur matur sem betrumbætir mig og gefur mér næringu. Ég elska mikið lax og humar. Hvaða lag tekur þú í karókí? Dancing in the moonlight. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Lady gaga, ég man eftir því eins og það hafi verið í gær því hún var mikið idolið mitt á þeim tíma svo þessi minning var alveg geggjuð, ég hitti hana eftir að ég var nýbúin á Eskimo námskeiði um 13 ára á Hótel Borg og frekar fyndið því ég datt smá í crowdinu fyrir utan bílinn hennar og hún hjálpaði mér upp og gaf mér einginhandar áritun. Sem ég á ennþá og þegar ég fór í skólann ljósritaði ég fyrir krakkana í bekknum og gaf þeim sem vildu fá. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Eiga samskipti við fólk í eigin persónu því það er bara mikið meira persónulegra og þykir vænna um það. Það verður allt annað úr samskiptum þegar þú ert auga til auga. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast um allan heiminn og hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda, það hefur verið minn draumur síðan ég var átta ára og er ég með það skrifað niður á blað. Og ég mun gera það. Það er bara spurning um hvenær.Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef keppt áður og eftir að hafa upplifað það hvarflaði ekki að mér að fara aftur, líka eftir keppnina seinast stækkaði ég svo mikið og fylltist af drifkraft, vakti mikill áhugi hjá mér og er ein af mínum ástríðunni dag er samfélagið, landið okkar Ísland og velferð allra Íslendinga. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært og stækkað helling, er orðin meira róleg, skipulögð, metnaðarfull og tilbúin því ég hef lært af yndislegu teymi sem hefur staðið þétt við bakið mitt allt ferlið og stelpurnar hafa kennt mér svo mikið, alltaf þegar maður kynnist einhverjum nýjum er maður að læra eitthvað nýtt og það er það sem lífið snýst um, að læra og hvetja síðan aðra áfram. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenni mikið fyrir andlega líðan og er ég með TikTok sem ég byrjaði með í ágúst í fyrra og já það hefur gengið vonum framar og er eitt af mörgum markmiðum að laga andleg líðan hér á Íslandi hvort sem er enda með titilinn eða ekki. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd síðan jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég vil betrumbæta landið okkar og tel mig full hæfa til að gera það með mínu sterka hugarfari, hugulsemi, samkennd og með öllu því sem ég hef lært. Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið, hef betrumbætt það sem þurfti að betrumbæta í fari mínu og held áfram að bæta mig alltaf. Ég er tilbúin að vera rödd Íslands, standa upp fyrir ykkur öllum og ég stefni hátt með öllum þeim hugmyndum sem ég er tilbúin að setja í framkvæmd. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er mikið fyrir englanúmer, tengd alheiminum og ég er öðruvísi, hef alltaf verið öðruvísi sem er það sem greinir mig frá öðrum ekki bara keppendum heldur öllum. Ég hef alltaf staðið út og er enginn með mitt hjarta, minn huga og enginn getur séð í gegnum mínar linsur, aðeins ég get það og allir hafa sitt viðhorf á lífið. Það er enginn alveg eins og þú. Þú ert einstakur karakter með þitt eigið hjarta, huga og viðhorf á lífið. Og það er svo fallegt þar sem það getur enginn tekið það af þér. VERTU ÞÚ! Alltaf, sýndu þig eins og þú ert. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Það er vanlíðan og ekki bara mín kynslóð heldur margar kynslóðir og er þetta mikið mikilvægt fyrir mig Og hvernig mætti leysa það? Með því að hjálpa öðrum að hafa trú á sér með því að sýna þeim að draumarnir sem þú hefur í þínu hjarta eru þar af ástæðu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Hæ elsku þú ég skil þig að þetta er þitt viðhorf og virði ég þínar skoðanir en ef ég mætti segja mitt viðhorf er það að þetta er mikil fáfræði, fegurðarsamkeppnir snýst ekki aðeins um þitt fallega hár, augu eða útlit heldur er þetta hvaða hjarta hefur þú að geyma, fegurð að innan sem utan. Með því að bera titillinn ert þú að segja að þú sért tilbúin að bera ábyrð, hjálpa, vera fyrirmynd sem landið þitt á skilið að eiga og hvetur aðra. Ungfrú Ísland Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
Fullt nafn? Þórdís Ásta Ingvarsdóttir Aldur? 25 ára Starf? Ég er minn eigin yfirmaður. Menntun? Stúdent Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hugrökk, öðruvísi og hjartnæm Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að líf mitt hefur verið erfitt, að því leytinu til því að ég er komin svo langt, búin að vinna mikið í sjálfri mér og ég tel það vera jákvætt því það gefur öðrum hvatningu að líf þeirra getur orðið betra með verkfærum og vinnu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Marilyn Monroe, þar sem hún vissi að hún vildi fara öðruvísi að en aðrir og þar er hún fyrirmyndin mín, hún varð að þeirri sem hún sá fyrir sér verða og fór sína leið óháð því hvað aðrir höfðu að segja um það. Hvað hefur mótað þig mest? Guð, bækurnar sem ég hef lesið, það sem ég hef horft á og allt sem ég mata mig alla af, fólkið sem umvefur mig alla, náttúran og allt sem ég nú þegar hef. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Þunglyndi, með því að vinna í sjálfri mér og breyta erfiði í fegurð með því að nota sársaukann, sjáðu til hann er ekki bara neikvæður heldur líka jákvæður því hann getur hjálpað þér að líða betur og hjálpað þér að verða miklu betri en áður. Sjáðu til ef þú finnur að þú sért týnd eða týndur, það er gott því þarna hefur tækifæri til að breytast og verða betri, þú hefur tækifæri að finna þig enn betri en áður. Alveg eins eftir mikil erfiði verður þú að fiðrildi, stjörnur skína aðeins þegar myrkur er og þurfum við myrkrið til að skína enn skærar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af öllum útgáfum af sjálfri mér því þær gáfust aldrei upp á mér og núna á ég þetta fallega líf sem ég elska af öllu hjarta, ég elska líf mitt og sé það fallegt en ekki erfitt eins og ég gerði í mörg ár. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er lífið mitt alveg eins og það hefur spilast. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég tek mér tíma í þögninni því svörin eru þar, ég skrifa niður í dagbókina mína þakklæti því það lyftir þér upp og lætur þér líða betur. Ég hlusta á jákvæða gamla tónlist, bý til spilara og ein besta leiðin til að losa sig við stress er að hlusta á fuglana syngja og vera í núinu. Fara út í náttúruna og aftengja sig frá raftækjum því náttúran og allt sem við höfum nú þegar í kringum okkur hefur mun meiri lækningarmátt en margir gera sér grein fyrir. Náttúran læknar, sólin gefur gleði, trén taka neikvæðni, fuglarnir betrumbæta og allt bara að fara í göngutúr getur lyft þér upp. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Allt gerist af ástæðu, það er það besta því það heilræði hefur hjálpað mér að betrumbæta mitt líf, það er svo mikið frelsi að geta sagt bara allt gerist af ástæðu og að læra það breytir öllu fyrir þig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Að hafa labbað i vitlausan klefa í 7. bekk í umbun og rekast á bekkjarbróðir minn frekar fáklæddan, já það var neyðarlegt atvik sem var mögulega fast í hausnum mínum alla skólagönguna. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég hugsa að minn leyndi hæfileiki er að gera mitt líf að mínu eins og ég hef það í huganum. Og soldið bara að finna mér ný áhugamál, læra eitthvað nýtt og verða góð í því. Þú getur gert allt sem þú vilt, þetta er bara allt saman hugarfarið og það er þitt að ákveða og síðan láta verða að því, leyfðu þér að finna þér áhugamál, læra eitthvað nýtt á hverjum degi og sjáðu bara hvað þú ert öflug, öflugur og öflugt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Hugarfarið, góð orka og fólk sem er jákvætt, tilbúin að hjálpa, samgleðjast, gefa af sér og fólk sem sér fyrir sér ákveðið líf og fer á eftir því. En óheillandi? Fólk sem finnst það þurfa að tala um annað fólk, það skil ég ekki og að mínu mati er það fólk með lítinn huga, fólk sem kvartar yfir því sem fær engu breytt eins og veðrinu. Því það er ekki að betrumbæta lífið á neinn hátt að tala um aðra og kvarta yfir einhverju sem fær engu breytt. Betrumbætum hvort annað frekar, hrósum og tökum því sem okkur líkar ekki sem hvatningar að gera betur. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að sjá eftir því að hafa ekki gert allt sem mig langaði þegar minn tími er kominn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár er ég búin að betrumbæta mig og heiminn, ég er að ferðast um heiminn með manninum og börnunum mínum til að kenna þeim á lífið og sýna þeim að það sem skiptir máli er að vera góð hvert við annað, að heimurinn er ekki eins allstaðar og að það að ferðast um heiminn kennir meira en að sitja í skólastofu marga tíma og að hafa engan áhuga á efninu. Ég er búin að gera allt sem ég sá fyrir mér og held áfram að toppa mig. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku sem er mitt móðurmál, en ég hef mikinn áhuga af tungumálum og ef ég mætti velja um ofurkraft væri það að tala öll tungumál í heiminum til að geta skilið alla. Ég hef lært ensku, dönsku, spænsku, frönsku og er núna að læra japönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er allur matur sem betrumbætir mig og gefur mér næringu. Ég elska mikið lax og humar. Hvaða lag tekur þú í karókí? Dancing in the moonlight. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Lady gaga, ég man eftir því eins og það hafi verið í gær því hún var mikið idolið mitt á þeim tíma svo þessi minning var alveg geggjuð, ég hitti hana eftir að ég var nýbúin á Eskimo námskeiði um 13 ára á Hótel Borg og frekar fyndið því ég datt smá í crowdinu fyrir utan bílinn hennar og hún hjálpaði mér upp og gaf mér einginhandar áritun. Sem ég á ennþá og þegar ég fór í skólann ljósritaði ég fyrir krakkana í bekknum og gaf þeim sem vildu fá. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Eiga samskipti við fólk í eigin persónu því það er bara mikið meira persónulegra og þykir vænna um það. Það verður allt annað úr samskiptum þegar þú ert auga til auga. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast um allan heiminn og hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda, það hefur verið minn draumur síðan ég var átta ára og er ég með það skrifað niður á blað. Og ég mun gera það. Það er bara spurning um hvenær.Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef keppt áður og eftir að hafa upplifað það hvarflaði ekki að mér að fara aftur, líka eftir keppnina seinast stækkaði ég svo mikið og fylltist af drifkraft, vakti mikill áhugi hjá mér og er ein af mínum ástríðunni dag er samfélagið, landið okkar Ísland og velferð allra Íslendinga. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært og stækkað helling, er orðin meira róleg, skipulögð, metnaðarfull og tilbúin því ég hef lært af yndislegu teymi sem hefur staðið þétt við bakið mitt allt ferlið og stelpurnar hafa kennt mér svo mikið, alltaf þegar maður kynnist einhverjum nýjum er maður að læra eitthvað nýtt og það er það sem lífið snýst um, að læra og hvetja síðan aðra áfram. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenni mikið fyrir andlega líðan og er ég með TikTok sem ég byrjaði með í ágúst í fyrra og já það hefur gengið vonum framar og er eitt af mörgum markmiðum að laga andleg líðan hér á Íslandi hvort sem er enda með titilinn eða ekki. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd síðan jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég vil betrumbæta landið okkar og tel mig full hæfa til að gera það með mínu sterka hugarfari, hugulsemi, samkennd og með öllu því sem ég hef lært. Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið, hef betrumbætt það sem þurfti að betrumbæta í fari mínu og held áfram að bæta mig alltaf. Ég er tilbúin að vera rödd Íslands, standa upp fyrir ykkur öllum og ég stefni hátt með öllum þeim hugmyndum sem ég er tilbúin að setja í framkvæmd. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er mikið fyrir englanúmer, tengd alheiminum og ég er öðruvísi, hef alltaf verið öðruvísi sem er það sem greinir mig frá öðrum ekki bara keppendum heldur öllum. Ég hef alltaf staðið út og er enginn með mitt hjarta, minn huga og enginn getur séð í gegnum mínar linsur, aðeins ég get það og allir hafa sitt viðhorf á lífið. Það er enginn alveg eins og þú. Þú ert einstakur karakter með þitt eigið hjarta, huga og viðhorf á lífið. Og það er svo fallegt þar sem það getur enginn tekið það af þér. VERTU ÞÚ! Alltaf, sýndu þig eins og þú ert. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Það er vanlíðan og ekki bara mín kynslóð heldur margar kynslóðir og er þetta mikið mikilvægt fyrir mig Og hvernig mætti leysa það? Með því að hjálpa öðrum að hafa trú á sér með því að sýna þeim að draumarnir sem þú hefur í þínu hjarta eru þar af ástæðu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Hæ elsku þú ég skil þig að þetta er þitt viðhorf og virði ég þínar skoðanir en ef ég mætti segja mitt viðhorf er það að þetta er mikil fáfræði, fegurðarsamkeppnir snýst ekki aðeins um þitt fallega hár, augu eða útlit heldur er þetta hvaða hjarta hefur þú að geyma, fegurð að innan sem utan. Með því að bera titillinn ert þú að segja að þú sért tilbúin að bera ábyrð, hjálpa, vera fyrirmynd sem landið þitt á skilið að eiga og hvetur aðra.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira