Staðan sé betri í dag en í fyrradag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. mars 2025 19:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að efla þurfi varnir Íslands. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði í skoðanagrein á Vísi í morgun að hann vildi flýta mótun varnarmálastefnu og „þessu Evrópuferli.“ Sjá nánar: Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB „Ég tel það sé ekkert óeðlilegt við það að fólk velti fyrir sér af hverju það er ekki betra að vera með sæti við borðið. Þetta eru sjónarmið sem ég skil náttúrulega mætavel,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Hún segir það hins vegar ekki breyta að samkomulag sé milli ríkisstjórnarflokkanna, Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að „þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Þá kemur einnig fram í stefnuyfirlýsingunni að mótuð skuli öryggis- og varnarmálastefna. „Þá ræddum við það líka við myndum ríkisstjórnarinnar að meta hagsmuni Íslands og á endanum snýst þetta alltaf um hvað er best fyrir Ísland,“ segir Þorgerður. Hún vilji efla samskipti Íslands við Noreg, Bretland og Frakkland. „Við viljum gjarnan gera svipaðan samning og Norðmenn gerðu við Evrópusambandið. Ég kýs gjarnan líka að sjá svona þríhliða samning við Noreg og Bretland líka hvað varnir og öryggi snertir,“ segir hún. Þá þurfi að viðhalda samskiptum við Bandaríkin. Staðan betri í gær heldur en í fyrradag Mikið hefur gengið á í alþjóðamálum og vakti fundur Úkraínuforseta og leiðtoga Bandaríkjanna fyrir helgi mikla athygli. Þar sökuðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta um vanþakklæti og virðingarleysi. Nítján þjóðarleiðtogar hittust þá á fundi Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum í gær. Starmer tilkynnti eftir fundinn að til stæði að mynda bandalag þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu. „Mér fannst hún vera jákvætt skref, það er mikilvægt að Evrópa standi saman sem aldrei fyrr, þétti raðirnar. Ég var á fundi í morgun með MB8 ríkjunum ásamt líka Englandi og Frakklandi þar sem var verið að fara betur yfir niðurstöður fundarins og ég ætla að segja að staðan er betri í gær heldur en hún var í fyrradag,“ segir Þorgerður. Hún segir fund Trumps, Vance og Selenskí ekki eitthvað sem hún vildi horfa upp á „Við þurfum á því að halda að Vestræn lýðræðisríki standi saman. Það þýðir líka að Bandaríkin verði að vera með okkur í liði en það er verið að vinna núna út frá ákveðnu skipulagi eftir fund gærdagsins og ég bind vonir við það að þegar líður á vikuna þá skýrast þessi mál enn frekar. Fyrst og fremst til að koma á friði í Úkraínu, um það snýst þetta mál allt,“ segir Þorgerður. Þurfi að efla varnir Íslands Þorgerður hefur áður sagt að efla þurfi varnir landsins. „Fyrsta skrefið er auðvitað varnar- og öryggisstefna sem við höfum boðað,“ segir hún. Að hennar mati þurfi að flýta þeirri vinnu vegna atburða síðustu daga. „Við erum að sjá borgaralega innviði okkar styrkta, hvort sem það sé lögregla eða landhelgisgæslan svo dæmi séu nefnd en líka ákveðin tæki og tól sem við þurfum að koma okkur upp. Við erum blessunarlega búin að vera efla öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli mjög mikið og við þurfum að halda því áfram,“ segir hún. Þá þarf líka að efla greiningargetu Íslendinga á stöðu landsins. „Við getum ekki eingöngu tekið við pólitísku og varnarlegu mati frá Bandaríkjunum annars vegar og Evrópu hins vegar. Við þurfum að efla okkar greiningu og þekkingu,“ segir Þorgerður. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði í skoðanagrein á Vísi í morgun að hann vildi flýta mótun varnarmálastefnu og „þessu Evrópuferli.“ Sjá nánar: Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB „Ég tel það sé ekkert óeðlilegt við það að fólk velti fyrir sér af hverju það er ekki betra að vera með sæti við borðið. Þetta eru sjónarmið sem ég skil náttúrulega mætavel,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Hún segir það hins vegar ekki breyta að samkomulag sé milli ríkisstjórnarflokkanna, Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að „þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Þá kemur einnig fram í stefnuyfirlýsingunni að mótuð skuli öryggis- og varnarmálastefna. „Þá ræddum við það líka við myndum ríkisstjórnarinnar að meta hagsmuni Íslands og á endanum snýst þetta alltaf um hvað er best fyrir Ísland,“ segir Þorgerður. Hún vilji efla samskipti Íslands við Noreg, Bretland og Frakkland. „Við viljum gjarnan gera svipaðan samning og Norðmenn gerðu við Evrópusambandið. Ég kýs gjarnan líka að sjá svona þríhliða samning við Noreg og Bretland líka hvað varnir og öryggi snertir,“ segir hún. Þá þurfi að viðhalda samskiptum við Bandaríkin. Staðan betri í gær heldur en í fyrradag Mikið hefur gengið á í alþjóðamálum og vakti fundur Úkraínuforseta og leiðtoga Bandaríkjanna fyrir helgi mikla athygli. Þar sökuðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta um vanþakklæti og virðingarleysi. Nítján þjóðarleiðtogar hittust þá á fundi Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum í gær. Starmer tilkynnti eftir fundinn að til stæði að mynda bandalag þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu. „Mér fannst hún vera jákvætt skref, það er mikilvægt að Evrópa standi saman sem aldrei fyrr, þétti raðirnar. Ég var á fundi í morgun með MB8 ríkjunum ásamt líka Englandi og Frakklandi þar sem var verið að fara betur yfir niðurstöður fundarins og ég ætla að segja að staðan er betri í gær heldur en hún var í fyrradag,“ segir Þorgerður. Hún segir fund Trumps, Vance og Selenskí ekki eitthvað sem hún vildi horfa upp á „Við þurfum á því að halda að Vestræn lýðræðisríki standi saman. Það þýðir líka að Bandaríkin verði að vera með okkur í liði en það er verið að vinna núna út frá ákveðnu skipulagi eftir fund gærdagsins og ég bind vonir við það að þegar líður á vikuna þá skýrast þessi mál enn frekar. Fyrst og fremst til að koma á friði í Úkraínu, um það snýst þetta mál allt,“ segir Þorgerður. Þurfi að efla varnir Íslands Þorgerður hefur áður sagt að efla þurfi varnir landsins. „Fyrsta skrefið er auðvitað varnar- og öryggisstefna sem við höfum boðað,“ segir hún. Að hennar mati þurfi að flýta þeirri vinnu vegna atburða síðustu daga. „Við erum að sjá borgaralega innviði okkar styrkta, hvort sem það sé lögregla eða landhelgisgæslan svo dæmi séu nefnd en líka ákveðin tæki og tól sem við þurfum að koma okkur upp. Við erum blessunarlega búin að vera efla öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli mjög mikið og við þurfum að halda því áfram,“ segir hún. Þá þarf líka að efla greiningargetu Íslendinga á stöðu landsins. „Við getum ekki eingöngu tekið við pólitísku og varnarlegu mati frá Bandaríkjunum annars vegar og Evrópu hins vegar. Við þurfum að efla okkar greiningu og þekkingu,“ segir Þorgerður.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira