Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. mars 2025 20:11 Fyrirtækjaeigendur sem hafa aðsetur við Fiskislóð á Granda í Reykjavík eru í hálfgerðu áfalli eftir lægðagang helgarinnar. Rúður brotnuðu, sjór gekk á land og það brotnaði úr varnargarðinum. Gríðarlegt tjón blasir við. Vísir/Stefán Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“ Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“
Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda