Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 11:02 Það kemur ýmislegt upp á yfirborðið í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildaþáttaraðarinnar Vísir/Samsett mynd Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli. Akstursíþróttir Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli.
Akstursíþróttir Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira