Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 12:45 Paulo Fonseca fór með enni sitt í enni dómarans Benoit Millot og hellti sér yfir hann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina. Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna. Franski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna.
Franski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira