Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2025 13:33 Stuðningsmenn San Diego slógu ekki beint í gegn í fyrsta heimaleik í sögu félagsins. vísir/getty Nýjasta liðið í MLS-deildinni, San Diego FC, var að spila sinn fyrsta heimaleik í sögunni. Ekki varð úr sú gleðistund sem eigendur félagsins vonuðust eftir. Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum. Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum.
Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira