Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að stofna þverpólitíska öryggis- og varnamálanefnd. Vísir Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira