Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. mars 2025 19:25 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, og Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri. Vísir Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“ Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“
Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06