Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 5. mars 2025 11:30 Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar. Fjölbýlishúsin við Þorrasali standa nærri sveitarfélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar. Óánægjan snýr sérstaklega að legu Vorbrautar að Öldusölum. Í deiliskipulagi Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir að Vorbrautin liggi við Þorrasali að Öldusölum í Leirdalsopi. Það er fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tilheyrandi óþægindum og óöryggi fyrir íbúa á öllum aldri. Íbúðaeigendur og húsfélög í Þorrasölum hafa þegar mótmælt tillögunum og komið þeim skýrt á framfæri við skipulagsyfirvöld í Garðabæ og Kópavogi. Hvað það varðar, má jafnframt geta þess að húsfélögin í Þorrasölum funduðu með stjórnendum Kópavogsbæjar um málið þar sem mótmælum íbúa var komið vel á framfæri. Þá hefur fyrirhuguð framkvæmd Garðabæjar einnig verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki boðlegt íbúum Krafa íbúðaeigenda í Þorrasölum er að Garðabær falli þegar í stað frá áformum um lagningu Vorbrautar og að Kópavogsbær standi heilshugar við bakið á íbúum bæjarfélagsins enda Þorrasalir í landi Kópavogs. Að mati íbúðaeigenda er framkvæmdin algjörlega óþörf auk þess sem hún kemur til með að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og lífsgæði íbúanna sem völdu að fjárfesta í Þorrasölum vegna nálægðar við fallegt útivistarsvæði og þægilegt umhverfi. Vorbraut er ætlað að liggja rúmlega 40 metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tengingu við Öldusali sem liggur um 10 metra frá austurhlið Þorrasala 1-3. Samkvæmt umferðarspá er áætlað að um 9.000 bifreiðar muni fara um Vorbrautina daglega. Ekki er ólíklegt að það sé vanáætlað enda framundan gríðarleg uppbygging á svæðinu. Áhyggjur íbúðaeigenda beinast ekki síður að óþægindum og aukinni slysahættu, ekki síst á börnum, þar sem veginum er ætlað að liggja mjög nærri leiksvæðum. Auk þessa er rétt að benda á að framkvæmdin mun valda heilsuspillandi mengun í formi hljóðmengunar og útblásturs. Ljóst er að framkvæmd sem þessi mun rýra verðgildi íbúðanna í Þorrasölum, skerða útsýni og skapa umferðarþunga á nærliggjandi götum við fjölbýlishúsin. Með aukinni bílaumferð mun hávaðamengun jafnframt aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúðaeigendur þar sem miklar líkur eru á að skipta þurfi um gler að mati byggingarverktaka til að auka hljóðvist þar sem ekki hafi verið reiknað með hraðbraut í bakgarðinum þegar fjölbýlishúsin í Þorrasölum voru byggð. Það eigi jafnframt við um svalirnar sem snúa að Vorbrautinni, koma þurfi upp svalalokunum til að bæta hljóðvist. Vorbraut tímaskekkja Í ljósi þessara neikvæðu áhrifa þarf engum að koma á óvart að íbúar í Þorrasölum geri alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir á vegum Garðabæjar. Þá er ekki í boði að Kópavogsbær sitji hjá þar sem áætlanir um tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs er óviðunandi með öllu. Íbúðaeigendur krefjast þess að Kópavogsbær endurskoði samkomulagið sem gert var við Garðabæ árið 2021, sem felur í sér samþykki fyrir tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs, verði ekki hlustað á varnaðarorð íbúa. Samkomulagið byggir á því að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum verði sett í stokk eða veginum fundin ný lega fjær og neðar í landi með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðabyggð í Þorrasölum. Þannig verði komist hjá neikvæðum umhverfisáhrifum. Baráttan heldur áfram Það er alveg ljóst að íbúðaeigendur í Þorrasölum hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Algjör samstaða er meðal þeirra að berjast gegn þessari glórulausu framkvæmd með öllum tiltækum ráðum enda talin ógna öryggi, umhverfi og lífsgæðum íbúanna. Markmið íbúðaeigenda er jafnframt að forða Garðabæ frá alvarlegu skipulagsslysi með því að krefjast þess að sveitarfélagið falli frá þessum áformum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekki að viðgangast í dag. Sveitarfélögin verða að átta sig á því að þau bera fulla ábyrgð á málinu, það gera þau með því að setja hagsmuni íbúa í öndvegi. Ef ekki, áskilja íbúðaeigendur sér allan rétt til að gera ítrustu kröfur á hendur Garðabæ, og eftir atvikum Kópavogsbæ, vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum, nái tillagan fram að ganga óbreytt. Þar sem fastlega má reikna með því að bæjarstjóri Garðabæjar lesi greinina með morgunkaffinu væri ekki úr vegi að hann boðaði fulltrúa húsfélaganna í Þorrasölum til fundar með það að markmiði að finna lausn á málinu. Það eina sem er ekki í boði, er að hunsa íbúðaeigendur í Þorrasölum. Höfundur er formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1 – 3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Garðabær Skipulag Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar. Fjölbýlishúsin við Þorrasali standa nærri sveitarfélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar. Óánægjan snýr sérstaklega að legu Vorbrautar að Öldusölum. Í deiliskipulagi Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir að Vorbrautin liggi við Þorrasali að Öldusölum í Leirdalsopi. Það er fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tilheyrandi óþægindum og óöryggi fyrir íbúa á öllum aldri. Íbúðaeigendur og húsfélög í Þorrasölum hafa þegar mótmælt tillögunum og komið þeim skýrt á framfæri við skipulagsyfirvöld í Garðabæ og Kópavogi. Hvað það varðar, má jafnframt geta þess að húsfélögin í Þorrasölum funduðu með stjórnendum Kópavogsbæjar um málið þar sem mótmælum íbúa var komið vel á framfæri. Þá hefur fyrirhuguð framkvæmd Garðabæjar einnig verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki boðlegt íbúum Krafa íbúðaeigenda í Þorrasölum er að Garðabær falli þegar í stað frá áformum um lagningu Vorbrautar og að Kópavogsbær standi heilshugar við bakið á íbúum bæjarfélagsins enda Þorrasalir í landi Kópavogs. Að mati íbúðaeigenda er framkvæmdin algjörlega óþörf auk þess sem hún kemur til með að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og lífsgæði íbúanna sem völdu að fjárfesta í Þorrasölum vegna nálægðar við fallegt útivistarsvæði og þægilegt umhverfi. Vorbraut er ætlað að liggja rúmlega 40 metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tengingu við Öldusali sem liggur um 10 metra frá austurhlið Þorrasala 1-3. Samkvæmt umferðarspá er áætlað að um 9.000 bifreiðar muni fara um Vorbrautina daglega. Ekki er ólíklegt að það sé vanáætlað enda framundan gríðarleg uppbygging á svæðinu. Áhyggjur íbúðaeigenda beinast ekki síður að óþægindum og aukinni slysahættu, ekki síst á börnum, þar sem veginum er ætlað að liggja mjög nærri leiksvæðum. Auk þessa er rétt að benda á að framkvæmdin mun valda heilsuspillandi mengun í formi hljóðmengunar og útblásturs. Ljóst er að framkvæmd sem þessi mun rýra verðgildi íbúðanna í Þorrasölum, skerða útsýni og skapa umferðarþunga á nærliggjandi götum við fjölbýlishúsin. Með aukinni bílaumferð mun hávaðamengun jafnframt aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúðaeigendur þar sem miklar líkur eru á að skipta þurfi um gler að mati byggingarverktaka til að auka hljóðvist þar sem ekki hafi verið reiknað með hraðbraut í bakgarðinum þegar fjölbýlishúsin í Þorrasölum voru byggð. Það eigi jafnframt við um svalirnar sem snúa að Vorbrautinni, koma þurfi upp svalalokunum til að bæta hljóðvist. Vorbraut tímaskekkja Í ljósi þessara neikvæðu áhrifa þarf engum að koma á óvart að íbúar í Þorrasölum geri alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir á vegum Garðabæjar. Þá er ekki í boði að Kópavogsbær sitji hjá þar sem áætlanir um tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs er óviðunandi með öllu. Íbúðaeigendur krefjast þess að Kópavogsbær endurskoði samkomulagið sem gert var við Garðabæ árið 2021, sem felur í sér samþykki fyrir tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs, verði ekki hlustað á varnaðarorð íbúa. Samkomulagið byggir á því að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum verði sett í stokk eða veginum fundin ný lega fjær og neðar í landi með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðabyggð í Þorrasölum. Þannig verði komist hjá neikvæðum umhverfisáhrifum. Baráttan heldur áfram Það er alveg ljóst að íbúðaeigendur í Þorrasölum hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Algjör samstaða er meðal þeirra að berjast gegn þessari glórulausu framkvæmd með öllum tiltækum ráðum enda talin ógna öryggi, umhverfi og lífsgæðum íbúanna. Markmið íbúðaeigenda er jafnframt að forða Garðabæ frá alvarlegu skipulagsslysi með því að krefjast þess að sveitarfélagið falli frá þessum áformum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekki að viðgangast í dag. Sveitarfélögin verða að átta sig á því að þau bera fulla ábyrgð á málinu, það gera þau með því að setja hagsmuni íbúa í öndvegi. Ef ekki, áskilja íbúðaeigendur sér allan rétt til að gera ítrustu kröfur á hendur Garðabæ, og eftir atvikum Kópavogsbæ, vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum, nái tillagan fram að ganga óbreytt. Þar sem fastlega má reikna með því að bæjarstjóri Garðabæjar lesi greinina með morgunkaffinu væri ekki úr vegi að hann boðaði fulltrúa húsfélaganna í Þorrasölum til fundar með það að markmiði að finna lausn á málinu. Það eina sem er ekki í boði, er að hunsa íbúðaeigendur í Þorrasölum. Höfundur er formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1 – 3
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun