Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2025 11:13 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga Einarssyni var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Héraðsdómi þótti of mikill vafi þótti á því hvort Finnur hefði verið að verki og sýknaði hann. Landsréttur sá málið öðrum augum, sagði framburð hans ótrúverðugan og sakfelldi. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir með vísun til þess að rétturinn eigi að taka mál fólks sem er sýknað í héraði og sakfellt í Landsrétti fyrir nema augljóst þyki að áfrýjun breyti ekki dómi Landsréttar. Málið kemur því til kasta hæsta dómstigs landsins. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga Einarssyni var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Héraðsdómi þótti of mikill vafi þótti á því hvort Finnur hefði verið að verki og sýknaði hann. Landsréttur sá málið öðrum augum, sagði framburð hans ótrúverðugan og sakfelldi. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir með vísun til þess að rétturinn eigi að taka mál fólks sem er sýknað í héraði og sakfellt í Landsrétti fyrir nema augljóst þyki að áfrýjun breyti ekki dómi Landsréttar. Málið kemur því til kasta hæsta dómstigs landsins.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira