Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raphinha fagnar marki sínu fyrir Barcelona í kvöld.
Raphinha fagnar marki sínu fyrir Barcelona í kvöld. AFP/ FILIPE AMORIM

Barcelona vann 1-0 sigur á Benfica í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Börsungar misstu unga miðvörðinn Pau Cubarsi af velli með rautt spjald strax á 22. mínútu og spiluðu því manni færri í meira en klukkutíma.

Þrátt fyrir það náði Barcelona liðið að skora og það mark gerði Brasilíumaðurinn Raphinha á 61. mínútu.

Raphinha vann boltann af varnarmanni Benfica og skoraði með skoti fyrir utan teig.

Algjör gjöf hjá Benfica liðinu sem grætur það að hafa ekki nýtt sér liðsmuninn betur.

Það hefðu verið frábær úrslit hjá tíu Börsungum að fara heim með jafntefli en sigur er frábær úrslit fyrir Katalóníuliðið.

Raphinha hefur verið magnaður á þessari leiktíð og þetta var einn ein viðbótin við magnað tímabil hans.

Benfica reyndi 26 skot þar af fóru átta þeirra á markið. Allt kom fyrir ekki og liðið þarf nú að vinna upp eins mark á heimavelli Barcelona í næstu viku.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira