Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:01 Paulo Fonseca virtist hreinlega ætla að skalla dómarann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins. Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá. Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá.
Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira