Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 23:31 Jonathan Klinsmann gaf boltastráknum markmannstreyjuna sína og strákurinn var mjög sáttur. Getty/Simone Arveda/cesenafc Jonathan Klinsmann, sonur hins eina sanna Jürgens, þakkaði boltastrák sérstaklega fyrir hjálpina í leik á dögunum. Jonathan Klinsmann er ekki framherji eins og faðir sinn heldur markvörður. Hann spilar með ítalska B-deildarliðinu Cesena. Klinsmann átti góðan leik um helgina þegar Cesena vann 2-0 heimasigur á US Salernitana 1919. Klinsmann hélt marki sínu hreinu en það reyndi á það á 83. mínútu leiksins þegar staðan var enn markalaus. Salernitana fékk þá vítaspyrnu sem Alberto Cerri tók. Klinsmann skutlaði sér til hægri og varði vítið. Strax á eftir mátti sjá hann benda á boltastrák fyrir aftan markið og þakka honum fyrir. Tólf ára boltastrákur sagði nefnilega Klinsmann að skutla sér til hægri sem og hann gerði með frábærum árangri. Cesena skoraði fyrra markið sitt mínútu síðar og innsiglaði síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Gríðarlega mikilvægur sigur var því í höfn hjá Cesena í baráttu um sæti í umspili um laust sæti í Seríu A. Hinn 27 ára gamli Klinsmann hefur fengið á sig 19 mörk í 18 leikjum og haldið fimm sinnum hreinu. Þetta var fyrta vítið sem hann varði á tímabilinu og í raun það fyrsta sem hann ver í leik síðan í desember 2017. Klinsmann var líka mjög þakklátur og hann launaði stráknum aðstoðina með því að gefa honum markmannstreyju sína eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Italian Football TV (IFTV) (@italianfootballtv) Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Jonathan Klinsmann er ekki framherji eins og faðir sinn heldur markvörður. Hann spilar með ítalska B-deildarliðinu Cesena. Klinsmann átti góðan leik um helgina þegar Cesena vann 2-0 heimasigur á US Salernitana 1919. Klinsmann hélt marki sínu hreinu en það reyndi á það á 83. mínútu leiksins þegar staðan var enn markalaus. Salernitana fékk þá vítaspyrnu sem Alberto Cerri tók. Klinsmann skutlaði sér til hægri og varði vítið. Strax á eftir mátti sjá hann benda á boltastrák fyrir aftan markið og þakka honum fyrir. Tólf ára boltastrákur sagði nefnilega Klinsmann að skutla sér til hægri sem og hann gerði með frábærum árangri. Cesena skoraði fyrra markið sitt mínútu síðar og innsiglaði síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Gríðarlega mikilvægur sigur var því í höfn hjá Cesena í baráttu um sæti í umspili um laust sæti í Seríu A. Hinn 27 ára gamli Klinsmann hefur fengið á sig 19 mörk í 18 leikjum og haldið fimm sinnum hreinu. Þetta var fyrta vítið sem hann varði á tímabilinu og í raun það fyrsta sem hann ver í leik síðan í desember 2017. Klinsmann var líka mjög þakklátur og hann launaði stráknum aðstoðina með því að gefa honum markmannstreyju sína eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Italian Football TV (IFTV) (@italianfootballtv)
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira