Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 12:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar. Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“ Reykjavík Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“
Reykjavík Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira