Leikskólakerfið ráði ekki við allt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 12:35 Ólafur Brynjar Bjarkason er skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira