Leikskólakerfið ráði ekki við allt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 12:35 Ólafur Brynjar Bjarkason er skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira