Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2025 12:34 Nökkvi Nils Bernharðsson er einn skipuleggjenda Skattadagsins. Vísir/Vilhelm Nemendur í lögfræði við Háskólann í Reykjavík bjóða í dag aðstoð við gerð skattframtals. Einn skipuleggjenda segir nema öðlast dýrmæta reynslu og fólk oftast ganga út með bros á vör. Skattadagur Lögréttu, félags laganema við HR, fer fram í dag. Nemendur bjóða þar endurgjaldslausa aðstoð við gerð skattaframtala. Skiladagur á skattframtali einstaklinga er til föstudagsins 14. mars næstkomandi. Fá aðstoð í erfiðari málum Nökkvi Nils Bernharðsson, einn skipuleggjenda dagsins, segir 650 manns hafa fengið aðstoð í fyrra og að búist sé við svipuðum fjölda í ár. „Hingað geta allir komið og fengið einfalda aðstoð. Aðstoð við einföld skattframtöl. Þannig við erum ekki að taka á móti fólki sem er með háar tekjur eða í verðbréfaviðskiptum, heldur einstaklingum sem vantar einfalda aðstoð við skattframtalið. Við erum að vinna þetta með endurskoðendum frá Gæðaendurskoðun þannig ef það eru einhverjar spurningar sem koma upp eða einhver skuldar háar upphæðir, þá leitum við til þeirra. Getum skoðað hvort það sé eitthvað að, einhverjar villur sem við getum lagað,“ segir Nökkvi. Flestir ganga út með bros á vör Nemarnir fái þarna dýrmæta reynslu. „Að fá bæði að eiga í samskiptum við fólk og geta fengið smjörþefinn af framkvæmdinni við skattheimtu hérlendis. Það er gaman að sjá hvernig þetta virkar og átta sig á því hver vandamálin eru sem koma upp í þessu. Svo er þetta gífurlega gefandi og gaman að sjá fólk labba hér út, oftast með bros á vör,“ segir Nökkvi. Nemarnir opnuðu dyrnar í HR klukkan tíu í morgun og verða að til klukkan þrjú. „Með góðri aðstoð endurskoðenda og það eru allir velkomnir hingað. Það hefur myndast smá röð þannig það er betra að mæta fyrr en seinna og leyfa okkur að kíkja aðeins á þetta,“ segir Nökkvi. Skattar og tollar Háskólar Fjármál heimilisins Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Skattadagur Lögréttu, félags laganema við HR, fer fram í dag. Nemendur bjóða þar endurgjaldslausa aðstoð við gerð skattaframtala. Skiladagur á skattframtali einstaklinga er til föstudagsins 14. mars næstkomandi. Fá aðstoð í erfiðari málum Nökkvi Nils Bernharðsson, einn skipuleggjenda dagsins, segir 650 manns hafa fengið aðstoð í fyrra og að búist sé við svipuðum fjölda í ár. „Hingað geta allir komið og fengið einfalda aðstoð. Aðstoð við einföld skattframtöl. Þannig við erum ekki að taka á móti fólki sem er með háar tekjur eða í verðbréfaviðskiptum, heldur einstaklingum sem vantar einfalda aðstoð við skattframtalið. Við erum að vinna þetta með endurskoðendum frá Gæðaendurskoðun þannig ef það eru einhverjar spurningar sem koma upp eða einhver skuldar háar upphæðir, þá leitum við til þeirra. Getum skoðað hvort það sé eitthvað að, einhverjar villur sem við getum lagað,“ segir Nökkvi. Flestir ganga út með bros á vör Nemarnir fái þarna dýrmæta reynslu. „Að fá bæði að eiga í samskiptum við fólk og geta fengið smjörþefinn af framkvæmdinni við skattheimtu hérlendis. Það er gaman að sjá hvernig þetta virkar og átta sig á því hver vandamálin eru sem koma upp í þessu. Svo er þetta gífurlega gefandi og gaman að sjá fólk labba hér út, oftast með bros á vör,“ segir Nökkvi. Nemarnir opnuðu dyrnar í HR klukkan tíu í morgun og verða að til klukkan þrjú. „Með góðri aðstoð endurskoðenda og það eru allir velkomnir hingað. Það hefur myndast smá röð þannig það er betra að mæta fyrr en seinna og leyfa okkur að kíkja aðeins á þetta,“ segir Nökkvi.
Skattar og tollar Háskólar Fjármál heimilisins Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira