Hundur í hjólastól í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 20:06 Anika Lind Olsen Halldórsdóttir með hvolpinn Arlos, sem fer meðal annars ferða sinna í sérstökum hundahjólastól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn. Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira