Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. mars 2025 19:48 Á myndinni eru Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar tryggingar og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Aðsend Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi. Tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni. Ein birtingarmynd ofbeldisins er fjárhagslegt ofbeldi. „Fjárhagslegt ofbeldi, sá þáttur er að hækka í tegundum ofbeldis í nánum samböndum. Hvort sem það er vegna þess að konur eru meðvitaðri um að það er ofbeldi. Það er erfitt að segja til um það. Við erum að sjá sífellt nýjar leiðir sem farnar eru til þess að beita fjárhagslegu ofbeldi. Annað hvort með því að halda þolendum frá sameiginlegum fjármunum, að þær skrifi undir alls konar plögg þannig að þær standi uppi slippar og snauðar eftir ofbeldissamband og margt þvíumlíkt,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið hefur undanfarið veitt tryggingarfélaginu Verði ráðgjöf við þróun á nýrri tryggingarvernd á Íslandi fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem felur í sér að fólk í þessari stöðu geti fengið bætur. Fyrirmyndin kemur frá erlendum tryggingafélögum. Ólíkt því sem er þar þarf ekki lögregluskýrslu til að fá bæturnar hér heldur dugar staðfesting frá fagaðila. Mikilvægt að fá fyrirtækin með „Í öllum samtölum sem við höfum verið að eiga þá sjáum við að fjárhagslegi hlutinn er oft flókinn og það að geta þá sótt stuðning þegar þetta er að gerast þá vonum við að þetta geti þá hjálpað fólki að breyta aðstæðum sínum frekar.“ Linda segir þetta hafa mikla þýðingu og þá sé mikilvægt að fá fyrirtækin með í baráttuna. „Þetta er barátta okkar allra og þetta vinnst aldrei nema við gerum þetta saman og á öllum stigum þjóðfélagsins og fyrirtækin eru þar mikilvæg. Það eru aðilar innan allra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og það er mikilvægt að þau að finna að þau hafa þennan stuðning.“ Hluti af öllum heimilistryggingum Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar. „Það er sorgleg staðreynd að heimilið sé einn hættulegasti staðurinn fyrir konur. Við sem samfélag, við getum breytt þessu. Það er okkar hlutverk að vera til staðar fyrir fólk þegar áföll dynja á. Við hjá Verði ákváðum að bæta við Heimilisverndina okkar, þannig að öll sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi eru tryggð og geta nú með einföldum hætti sótt í trygginguna og fengið fjárhagslegar bætur, og þannig frekar breytt aðstæðum sínum,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar Trygginga, í tilkynningu um þessa nýju vernd. Til að tryggingin nái til sem flestra ákváðum við að bæta henni við hefðbundna heimilistryggingu sem lang flest heimili eru nú þegar með og hefur hingað til tryggt fólk fyrir slysum og veraldlegum eigum. „Það hefur verið mikill styrkur að fá faglega ráðgjöf Kvennaathvarfsins við að móta verndina og ferlið í kringum hana. Með því að hefja vegferðina með þeim erum við að byrja þar sem þörfin er mest. Auk þess erum við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og eiga samtöl við aðra fagaðila. Við sjáum fyrir okkur að í vegferðinni framundan þá þróist verndin og aðrir fagaðilar komi að ferlinu. Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækt og það er ekki í lagi. Þetta varðar okkur öll,“ segir Guðbjörg Heiða. Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Tryggingar Tengdar fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. 9. mars 2025 18:08 „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. 13. febrúar 2025 21:14 Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12. desember 2024 22:02 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni. Ein birtingarmynd ofbeldisins er fjárhagslegt ofbeldi. „Fjárhagslegt ofbeldi, sá þáttur er að hækka í tegundum ofbeldis í nánum samböndum. Hvort sem það er vegna þess að konur eru meðvitaðri um að það er ofbeldi. Það er erfitt að segja til um það. Við erum að sjá sífellt nýjar leiðir sem farnar eru til þess að beita fjárhagslegu ofbeldi. Annað hvort með því að halda þolendum frá sameiginlegum fjármunum, að þær skrifi undir alls konar plögg þannig að þær standi uppi slippar og snauðar eftir ofbeldissamband og margt þvíumlíkt,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið hefur undanfarið veitt tryggingarfélaginu Verði ráðgjöf við þróun á nýrri tryggingarvernd á Íslandi fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem felur í sér að fólk í þessari stöðu geti fengið bætur. Fyrirmyndin kemur frá erlendum tryggingafélögum. Ólíkt því sem er þar þarf ekki lögregluskýrslu til að fá bæturnar hér heldur dugar staðfesting frá fagaðila. Mikilvægt að fá fyrirtækin með „Í öllum samtölum sem við höfum verið að eiga þá sjáum við að fjárhagslegi hlutinn er oft flókinn og það að geta þá sótt stuðning þegar þetta er að gerast þá vonum við að þetta geti þá hjálpað fólki að breyta aðstæðum sínum frekar.“ Linda segir þetta hafa mikla þýðingu og þá sé mikilvægt að fá fyrirtækin með í baráttuna. „Þetta er barátta okkar allra og þetta vinnst aldrei nema við gerum þetta saman og á öllum stigum þjóðfélagsins og fyrirtækin eru þar mikilvæg. Það eru aðilar innan allra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og það er mikilvægt að þau að finna að þau hafa þennan stuðning.“ Hluti af öllum heimilistryggingum Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar. „Það er sorgleg staðreynd að heimilið sé einn hættulegasti staðurinn fyrir konur. Við sem samfélag, við getum breytt þessu. Það er okkar hlutverk að vera til staðar fyrir fólk þegar áföll dynja á. Við hjá Verði ákváðum að bæta við Heimilisverndina okkar, þannig að öll sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi eru tryggð og geta nú með einföldum hætti sótt í trygginguna og fengið fjárhagslegar bætur, og þannig frekar breytt aðstæðum sínum,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar Trygginga, í tilkynningu um þessa nýju vernd. Til að tryggingin nái til sem flestra ákváðum við að bæta henni við hefðbundna heimilistryggingu sem lang flest heimili eru nú þegar með og hefur hingað til tryggt fólk fyrir slysum og veraldlegum eigum. „Það hefur verið mikill styrkur að fá faglega ráðgjöf Kvennaathvarfsins við að móta verndina og ferlið í kringum hana. Með því að hefja vegferðina með þeim erum við að byrja þar sem þörfin er mest. Auk þess erum við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og eiga samtöl við aðra fagaðila. Við sjáum fyrir okkur að í vegferðinni framundan þá þróist verndin og aðrir fagaðilar komi að ferlinu. Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækt og það er ekki í lagi. Þetta varðar okkur öll,“ segir Guðbjörg Heiða.
Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Tryggingar Tengdar fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. 9. mars 2025 18:08 „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. 13. febrúar 2025 21:14 Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12. desember 2024 22:02 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. 9. mars 2025 18:08
„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. 13. febrúar 2025 21:14
Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12. desember 2024 22:02