Kynbundið ofbeldi

Fréttamynd

Horfir barnið þitt á klám?

Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast.

Skoðun
Fréttamynd

Noti heimilis­tæki, milli­færslur og Alexu til að á­reita og beita of­beldi

Í dag hefst árleg sextán daga herferð Un Women gegn kynbundnu ofbeldi. Framkvæmdastýra UN Women segir konur hvergi öruggar. Menn noti jafnvel heimilistæki eins og ryksugur til að beita ofbeldi. Hún kallar eftir betri löggjöf um stafrænt ofbeldi og samfélagslegum sáttmála um netnotkun barna. Ólafar Töru og baráttu hennar verður minnst í ljósagöngunni sem fer fram síðdegis í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Of­beldi í nánum sam­böndum

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um ofbeldi í nánum samböndum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjólu­bláar prófílmyndir

Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna.

Skoðun
Fréttamynd

Öldunga­deild sam­þykkir líka birtingu Epstein-skjalanna

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 

Erlent
Fréttamynd

Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn of­beldi

Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja.

Innlent
Fréttamynd

Small­vil­le-leik­kona opnar sig í fyrsta sinn um að­komu sína að kyn­lífssér­trúarsöfnuðinum

Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Um vændi

Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk.

Skoðun
Fréttamynd

Að jafnaði til­kynnt um tólf kyn­ferðis­brot í hverri viku

Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Troð­fullur mið­bær á kvennafrídegi

Fjölmenni var á Arnarhóli í dag þar sem haldið var upp á það að fimmtíu ár væru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 með kvennaverkfalli. Konur um allt land lögðu niður launaða og ólaunða vinnu í tilefni dagsins, og margar yfirgáfu vinnustaði sína klukkan 13:30.

Lífið
Fréttamynd

Ég hef…

Ég hef…orðið fyrir kynbundnu ofbeldi, …gengið heim í myrkri með lykil í lófanum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda fé­lags­lega“

Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt á­kall um heils­dags­verk­fall á kvennafrí­degi í ár

Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. 

Innlent
Fréttamynd

Komið gott!

Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upp­lifa svona rosa­legt bak­slag“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. 

Innlent
Fréttamynd

Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði í­trekað verið brotið gegn

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sofandi kærustu sinni þegar hann var 21 árs og hún tvítug. Í dóminum er tekið fram að konan hafi átt erfiða brotasögu að baki. Hún hefði í þrjú skipti sætt kynferðisofbeldi af hálfu ólíkra einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.

Skoðun
Fréttamynd

Óvelkomnar alls staðar

Nýlega fékk Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, úthlutað húsnæði í Ármúla eftir margra ára leit að nýju húsnæði enda núverandi húsnæði gamalt og löngu úr sér gengið. Líkt og við var að búast hafa verðandi nágrannar áhyggjur af því að konurnar sem þangað leita muni hafa neikvæð áhrif á starfsemina sem rekin er á nærliggjandi stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Nálgunarbannið of tor­sótt og mátt­laust án ökklabands

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni.

Innlent
Fréttamynd

Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd

Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að bera sig í­trekað

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði.

Innlent
Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni Sig­ríðar Bjarkar skipti sköpum

María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra.

Innlent