Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar 9. desember 2025 06:01 Það er kominn tími til að við setjumst niður með eldri konum og hjálpum þeim að segja sögu sína. Ekki bara spyrja lauslega við eldhúsborðið, heldur í alvöru gefa okkur tíma, hlusta og gefa þeim sviðið. Margar þeirra kunna ekki á tæknina, opna ekki hlaðvörp, skrifa ekki á samfélagsmiðla og setja sig ekki í sviðsljósið sjálfar. Það þýðir samt ekki að þær hafi ekkert að segja, þvert á móti. Við, sem stöndum á milli heima, kynslóðin sem getur bæði skilið fortíðina og notað tæknina, þurfum að verða brúin. Við þurfum að bjóða okkur fram: „Má ég hjálpa þér að setja þetta á blað? Má ég hlusta á þig….. í alvöru“ Margar þessara kvenna eru bitrar og reiðar, og það er ekki óeðlilegt. Þær lentu í óréttlæti og yfirgangi, bæði heima og úti í samfélaginu. Þær voru sakaðar um hluti sem aldrei gerðust, og enn þann dag í dag finna sumar þeirra fyrir vanvirðingu og illu umtali um fortíð sem var í raun búin til af öðru fólki….. fólki með vald í fjölskyldunni, í kerfinu eða í samfélaginu. Þegar þú ert máluð sem vandamálið, þegar saga þín er snúin upp í lygi, þá er skiljanlegt að þú verjir þig með beiskju, beittu tungutaki og reiði. Þetta er ekki illgirni „án ástæðu“, þetta er varnarkerfi eftir áratugi af óréttlæti. Það er til heil kynslóð kvenna sem varð fullorðin áður en #metoo, áður en fræðin fengu orð yfir ofbeldi, gaslýsingu og kerfislegt misrétti. Konur sem lærðu frá fyrstu árum að vera stilltar, þakklátar og ekki gera veður út af hlutunum. Þær sáu heila heimsmynd breytast, en fengu sjaldnast sjálfar sviðið til að segja eigin sögu. Ég veit líka að einhverjir eiga nú eftir að segja: „En vorum við ekki með Vigdísi Finnbogadóttur?“Jú, við vorum með Vigdísi, og hún skrifaði sig með réttu inn í heimssöguna. En Vigdís var aldrei rödd allra kvenna. Hún var rödd kvenna og karla í framlínu og í elítum, þeirra sem þegar höfðu menntun, tengsl og tungumál til að vera tekin alvarlega. Ekki misskilja mig….Vigdís vann sitt starf vel og setti konur á kortið um allan heim. Hún opnaði dyr, vakti athygli og var mikilvægt tákn. En eins og svo oft með tákn, þá var hún ætluð í ákveðið hlutverk, að kynna Ísland, sýna fallega ímynd af litlu, framsæknu landi sem vildi vera jafnréttissinnað. Hún gerði það vel. En á meðan héldu ótal konur áfram að lifa lífi sínu alveg utan ramma þessarar myndar, ólaunaðar, ósýnilegar og oft miskildar. Þetta eru konurnar sem voru sendar heim til sín þegar þær urðu óléttar, misstu vinnu þegar þær veiktust, var sagt að þær væru erfiðar ef þær mótmæltu, og tilfinningalega óstöðugar ef þær grétu. Þær vissu að eitthvað var rangt, en tungumálið til að útskýra það var ekki til þá. Þær flestar gerðu það sem þeim var sagt í ósögðum orðum að gera, að þegja og halda áfram. Við tölum oft um kynslóðabil. En við tölum sjaldnar um hversu lítið af reynslu þessara eldri kvenna er skráð og sögð. Þær eru ekki í sjálfsævisögum, ekki í opinberum skýrslum og sjaldnast í viðtölum/podköstum. Samt sitja þær við eldhúsborð um allan heim með sögur sem ná yfir stríð, kreppur, misnotkun, þvinguð sambönd, drykkju, vanrækslu og óbærilega ábyrgð…..að halda fjölskyldunni saman sama hvað. Við vitum að allt er breytt í dag og telja jafnvel að þetta sé ekki til lengur og að þessi saga sé einhvern veginn búin. En það er erfitt að tala um nútímann án þess að hlusta á þær sem komu á undan. Það eru þessar konur sem ólu upp kynslóðina sem kallar sig frjálsa, feminíska og vel upplýsta. Það voru þeirra líkamar sem báru byrðarnar, þeirra líf sem fór í að lappa upp á það sem þurfti að líta betur út útá við eða að halda andliti fjölskyldunnar. Samt er það oft eins og samfélagið sjái þær fyrst þegar þær verða eldri konur sem þurfa þjónustu, ekki sem heimildir um réttlæti, misrétti og lifað líf. Þegar eldri konur reyna að tala í dag, rekast margar enn á sama viðmótsmynstrið „Það var nú svona á þeim tíma.“„Við skulum nú ekki vera að velta okkur upp úr fortíðinni.“„Þú ert bara að misskilja, þetta var nú ekki svona slæmt.“„Við verðum að horfa fram á við, ekki sitja fast í fortíðinni.“„Enginn vill endalaust heyra um þetta, reyndu að sleppa takinu.“ Þetta eru klassískar leiðir til að þagga niður í þeim. Þær fá að tala smá, en ekki taka pláss. Þær fá að rifja upp en ekki of mikið……..Þær fá að segja frá ævi sinna svo lengi sem það styður fallega sjálfsmynd samfélagsins. En hvað gerist ef við tökum þær alvarlega? Ef við lítum á sögur þeirra sem heimildir ? Þá verður sýn okkar á sögu fjölskyldunnar, velferðarkerfisins og jafnvel þjóðarinnar allt önnur. Þá sjáum við hvernig konur voru notaðar sem ódýrt vinnuafl, ólaunaðir umönnunaraðilar og tilfinningalegar ruslatunnur heilla kynslóða. Og við sjáum líka hvernig vald í fjölskyldum og litlum samfélögum var oft notað til að búa til sögur um þær, fremur en að hlusta á sögur þeirra. Margir karlmenn urðu „sögupersónurnar“, bankastjórar, stjórnmálamenn, athafnamenn. Konurnar við hlið þeirra urðu oft bara nöfn í ættfræðiritum: eiginkona, móðir, amma. Án lýsingar á því hvað þær gengu í gegnum. Hversu oft þær stigu til hliðar. Hversu oft þær ákváðu að halda munninum lokuðum til að vernda fjölskylduna, halda friðinn eða forðast vandræði. Nú erum við á tímum þar sem ungar konur og hinsegin fólk segja sínar sögur á samfélagsmiðlum, í hlaðvörpum og bókum. Það er jákvætt og nauðsynlegt. En á sama tíma er hætta á að við gleymum þeim sem ekki kunna á tæknina, hafa ekki netkunáttu, kunna ekki að „branda“ sig og hafa aldrei verið spurðar:Hvað gerðist í raun og veru? Hvernig leið þér? Hvað kostaði það þig að lifa þetta af? Það er ekki nóg að segja að þær hefðu bara átt að tala fyrr. Margar reyndu. Þær voru bara ekki teknar alvarlega, eða einfaldlega þaggaðar niður. Sumum var gefin “geðveiki stimplun”, öðrum var sagt að þær væru athyglissjúkar, enn aðrar voru bara hunsaðar ,oft fyrirlitnar. Sumir fjölskyldumeðlimir og áhrifafólk í litlum samfélögum sáu sér hag í því að semja aðra útgáfu af sögunni: að hún væri vandamálið, hún væri ósannfærandi, hún væri „svona týpa“. Sú saga lifir stundum enn, löngu eftir að fólk hefur gleymt hvað gerðist í raun. Greinin sem þú ert að lesa er í raun boð til þessara kvenna. Til konunnar sem hélt fjölskyldunni gangandi meðan maðurinn drakk.Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu.Til konunnar sem var send á stofnun í stað þess að fá hjálp.Til konunnar sem var kölluð „geðveik“ þegar hún loksins sagði sannleikann.Til konunnar sem vildi skilja og varð áreitt, útskúfuð og einelt.Til konunnar sem missti tengslin við börnin sín vegna þess að þau fengu þögul skilaboð um að útskúfa hana. Við þurfum rödd ykkar og sögur…..ekki sem uppfylling, heldur sem kjarna. Samfélag sem vill kalla sig sanngjarnt og jafnréttissinnað getur ekki byggt framtíðina á því að sum líf séu of flókin, of erfið eða of óþægileg til að segja frá. Sögur eldri kvenna eru ekki aukaatriði. Þær eru lykillinn að því að skilja hvers vegna óheilbrigð samskiptamynstur halda áfram milli kynslóða. Kannski er stærsta réttlætismál næstu ára ekki “ný herferð”. Kannski er það einfaldlega að setjast niður með þroskaðri og lífsreyndri konu, slökkva á símanum og spyrja: „Viltu segja mér frá? Og má ég hjálpa þér að skrifa það niður? Þú átt sviðið og við hlustum”….. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að við setjumst niður með eldri konum og hjálpum þeim að segja sögu sína. Ekki bara spyrja lauslega við eldhúsborðið, heldur í alvöru gefa okkur tíma, hlusta og gefa þeim sviðið. Margar þeirra kunna ekki á tæknina, opna ekki hlaðvörp, skrifa ekki á samfélagsmiðla og setja sig ekki í sviðsljósið sjálfar. Það þýðir samt ekki að þær hafi ekkert að segja, þvert á móti. Við, sem stöndum á milli heima, kynslóðin sem getur bæði skilið fortíðina og notað tæknina, þurfum að verða brúin. Við þurfum að bjóða okkur fram: „Má ég hjálpa þér að setja þetta á blað? Má ég hlusta á þig….. í alvöru“ Margar þessara kvenna eru bitrar og reiðar, og það er ekki óeðlilegt. Þær lentu í óréttlæti og yfirgangi, bæði heima og úti í samfélaginu. Þær voru sakaðar um hluti sem aldrei gerðust, og enn þann dag í dag finna sumar þeirra fyrir vanvirðingu og illu umtali um fortíð sem var í raun búin til af öðru fólki….. fólki með vald í fjölskyldunni, í kerfinu eða í samfélaginu. Þegar þú ert máluð sem vandamálið, þegar saga þín er snúin upp í lygi, þá er skiljanlegt að þú verjir þig með beiskju, beittu tungutaki og reiði. Þetta er ekki illgirni „án ástæðu“, þetta er varnarkerfi eftir áratugi af óréttlæti. Það er til heil kynslóð kvenna sem varð fullorðin áður en #metoo, áður en fræðin fengu orð yfir ofbeldi, gaslýsingu og kerfislegt misrétti. Konur sem lærðu frá fyrstu árum að vera stilltar, þakklátar og ekki gera veður út af hlutunum. Þær sáu heila heimsmynd breytast, en fengu sjaldnast sjálfar sviðið til að segja eigin sögu. Ég veit líka að einhverjir eiga nú eftir að segja: „En vorum við ekki með Vigdísi Finnbogadóttur?“Jú, við vorum með Vigdísi, og hún skrifaði sig með réttu inn í heimssöguna. En Vigdís var aldrei rödd allra kvenna. Hún var rödd kvenna og karla í framlínu og í elítum, þeirra sem þegar höfðu menntun, tengsl og tungumál til að vera tekin alvarlega. Ekki misskilja mig….Vigdís vann sitt starf vel og setti konur á kortið um allan heim. Hún opnaði dyr, vakti athygli og var mikilvægt tákn. En eins og svo oft með tákn, þá var hún ætluð í ákveðið hlutverk, að kynna Ísland, sýna fallega ímynd af litlu, framsæknu landi sem vildi vera jafnréttissinnað. Hún gerði það vel. En á meðan héldu ótal konur áfram að lifa lífi sínu alveg utan ramma þessarar myndar, ólaunaðar, ósýnilegar og oft miskildar. Þetta eru konurnar sem voru sendar heim til sín þegar þær urðu óléttar, misstu vinnu þegar þær veiktust, var sagt að þær væru erfiðar ef þær mótmæltu, og tilfinningalega óstöðugar ef þær grétu. Þær vissu að eitthvað var rangt, en tungumálið til að útskýra það var ekki til þá. Þær flestar gerðu það sem þeim var sagt í ósögðum orðum að gera, að þegja og halda áfram. Við tölum oft um kynslóðabil. En við tölum sjaldnar um hversu lítið af reynslu þessara eldri kvenna er skráð og sögð. Þær eru ekki í sjálfsævisögum, ekki í opinberum skýrslum og sjaldnast í viðtölum/podköstum. Samt sitja þær við eldhúsborð um allan heim með sögur sem ná yfir stríð, kreppur, misnotkun, þvinguð sambönd, drykkju, vanrækslu og óbærilega ábyrgð…..að halda fjölskyldunni saman sama hvað. Við vitum að allt er breytt í dag og telja jafnvel að þetta sé ekki til lengur og að þessi saga sé einhvern veginn búin. En það er erfitt að tala um nútímann án þess að hlusta á þær sem komu á undan. Það eru þessar konur sem ólu upp kynslóðina sem kallar sig frjálsa, feminíska og vel upplýsta. Það voru þeirra líkamar sem báru byrðarnar, þeirra líf sem fór í að lappa upp á það sem þurfti að líta betur út útá við eða að halda andliti fjölskyldunnar. Samt er það oft eins og samfélagið sjái þær fyrst þegar þær verða eldri konur sem þurfa þjónustu, ekki sem heimildir um réttlæti, misrétti og lifað líf. Þegar eldri konur reyna að tala í dag, rekast margar enn á sama viðmótsmynstrið „Það var nú svona á þeim tíma.“„Við skulum nú ekki vera að velta okkur upp úr fortíðinni.“„Þú ert bara að misskilja, þetta var nú ekki svona slæmt.“„Við verðum að horfa fram á við, ekki sitja fast í fortíðinni.“„Enginn vill endalaust heyra um þetta, reyndu að sleppa takinu.“ Þetta eru klassískar leiðir til að þagga niður í þeim. Þær fá að tala smá, en ekki taka pláss. Þær fá að rifja upp en ekki of mikið……..Þær fá að segja frá ævi sinna svo lengi sem það styður fallega sjálfsmynd samfélagsins. En hvað gerist ef við tökum þær alvarlega? Ef við lítum á sögur þeirra sem heimildir ? Þá verður sýn okkar á sögu fjölskyldunnar, velferðarkerfisins og jafnvel þjóðarinnar allt önnur. Þá sjáum við hvernig konur voru notaðar sem ódýrt vinnuafl, ólaunaðir umönnunaraðilar og tilfinningalegar ruslatunnur heilla kynslóða. Og við sjáum líka hvernig vald í fjölskyldum og litlum samfélögum var oft notað til að búa til sögur um þær, fremur en að hlusta á sögur þeirra. Margir karlmenn urðu „sögupersónurnar“, bankastjórar, stjórnmálamenn, athafnamenn. Konurnar við hlið þeirra urðu oft bara nöfn í ættfræðiritum: eiginkona, móðir, amma. Án lýsingar á því hvað þær gengu í gegnum. Hversu oft þær stigu til hliðar. Hversu oft þær ákváðu að halda munninum lokuðum til að vernda fjölskylduna, halda friðinn eða forðast vandræði. Nú erum við á tímum þar sem ungar konur og hinsegin fólk segja sínar sögur á samfélagsmiðlum, í hlaðvörpum og bókum. Það er jákvætt og nauðsynlegt. En á sama tíma er hætta á að við gleymum þeim sem ekki kunna á tæknina, hafa ekki netkunáttu, kunna ekki að „branda“ sig og hafa aldrei verið spurðar:Hvað gerðist í raun og veru? Hvernig leið þér? Hvað kostaði það þig að lifa þetta af? Það er ekki nóg að segja að þær hefðu bara átt að tala fyrr. Margar reyndu. Þær voru bara ekki teknar alvarlega, eða einfaldlega þaggaðar niður. Sumum var gefin “geðveiki stimplun”, öðrum var sagt að þær væru athyglissjúkar, enn aðrar voru bara hunsaðar ,oft fyrirlitnar. Sumir fjölskyldumeðlimir og áhrifafólk í litlum samfélögum sáu sér hag í því að semja aðra útgáfu af sögunni: að hún væri vandamálið, hún væri ósannfærandi, hún væri „svona týpa“. Sú saga lifir stundum enn, löngu eftir að fólk hefur gleymt hvað gerðist í raun. Greinin sem þú ert að lesa er í raun boð til þessara kvenna. Til konunnar sem hélt fjölskyldunni gangandi meðan maðurinn drakk.Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu.Til konunnar sem var send á stofnun í stað þess að fá hjálp.Til konunnar sem var kölluð „geðveik“ þegar hún loksins sagði sannleikann.Til konunnar sem vildi skilja og varð áreitt, útskúfuð og einelt.Til konunnar sem missti tengslin við börnin sín vegna þess að þau fengu þögul skilaboð um að útskúfa hana. Við þurfum rödd ykkar og sögur…..ekki sem uppfylling, heldur sem kjarna. Samfélag sem vill kalla sig sanngjarnt og jafnréttissinnað getur ekki byggt framtíðina á því að sum líf séu of flókin, of erfið eða of óþægileg til að segja frá. Sögur eldri kvenna eru ekki aukaatriði. Þær eru lykillinn að því að skilja hvers vegna óheilbrigð samskiptamynstur halda áfram milli kynslóða. Kannski er stærsta réttlætismál næstu ára ekki “ný herferð”. Kannski er það einfaldlega að setjast niður með þroskaðri og lífsreyndri konu, slökkva á símanum og spyrja: „Viltu segja mér frá? Og má ég hjálpa þér að skrifa það niður? Þú átt sviðið og við hlustum”….. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun