„Við erum of mistækir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 9. mars 2025 21:01 Mistökin fóru í Gunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
„Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira