Eftir jafnteflið við United á Old Trafford í gær er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Skytturnar eiga leik til góða en staða þeirra í titilbaráttunni er ansi snúin.
Fréttamaður Sky Sports, Patrick Davison, ræddi við Arteta eftir leikinn í gær. Spánverjinn var nokkuð stuttorður í svörum og virtist á endanum fá nóg þegar Davison spurði hann út í stöðuna í toppbaráttunni.
„Ég verð að spyrja þig um titilbaráttuna því þetta eru fimmtán stig núna. Er það of mikið?“ spurði Davison Arteta.
„Nei, takk,“ sagði Arteta og gekk svo í burtu.
Arsenal mætir PSV Eindhoven í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Skytturnar eru svo gott sem komnar áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Eindhoven, 1-7.
Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn.