Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 17:45 Það er ekki auðvelt að ná boltanum af Hákoni Arnari Haraldssyni og hér hefur Dortmund leikmaðurinn Pascal Gross brotið á íslenska landsliðsmanninum. Getty/Marcel Bonte Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska félaginu Lille hituðu upp fyrir mikilvæga viku í Meistaradeildinni með því að setja nýtt met í frönsku deildinni, Ligue 1, um helgina. Lille mætir Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í sextán liða úrslit og er á heimavelli eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi. Hákon skoraði markið og var valinn maður leiksins. Um helgina vann Lille 1-0 sigur á Montpellier í frönsku deildinni og setti nýtt met með því að vera 76 prósent með boltann í leiknum. Ekkert annað lið í frönsku deildinni hefur náð slíkri tölfræði í einum leik síðan byrjað var að taka slíka tölfræði saman hjá Opta árið 2006. Jonathan David skoraði eina mark liðsins en Lille var með mikla yfirburði í leiknum og bjó til 1,54 mörk í áætluðum mörkum (xG). Hákon Arnar átti mjög fínan leik þótt að hann hafi ekki átt beinan þátt í sigurmarkinu. Hann spilaði í 76 mínútur í leiknum og átti þrjú skot. 88 prósent af 56 sendingum hans heppnuðust (49) og hann bjó til fjögur færi fyrir liðsfélagana. Hákon kom alls fimm sinnum við boltann í vítateig mótherjanna og vann boltann fimm sinnum. Nú verður spennandi að sjá hvort Lille takist að klára dæmið og komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 𝐑𝐞𝐜𝐨𝐫𝐝 𝐝𝐞 𝐩𝐨𝐬𝐬𝐞𝐬𝐬𝐢𝐨𝐧 🔥Face à Montpellier samedi, le LOSC a affiché 76,3% de possession de balle, soit son plus haut pourcentage lors d’un match de Ligue 1 depuis qu’Opta analyse la compétition (2006/2007) 🤯#LOSCMHSC pic.twitter.com/vINhv5aa3I— LOSC (@losclive) March 10, 2025 Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Lille mætir Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í sextán liða úrslit og er á heimavelli eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi. Hákon skoraði markið og var valinn maður leiksins. Um helgina vann Lille 1-0 sigur á Montpellier í frönsku deildinni og setti nýtt met með því að vera 76 prósent með boltann í leiknum. Ekkert annað lið í frönsku deildinni hefur náð slíkri tölfræði í einum leik síðan byrjað var að taka slíka tölfræði saman hjá Opta árið 2006. Jonathan David skoraði eina mark liðsins en Lille var með mikla yfirburði í leiknum og bjó til 1,54 mörk í áætluðum mörkum (xG). Hákon Arnar átti mjög fínan leik þótt að hann hafi ekki átt beinan þátt í sigurmarkinu. Hann spilaði í 76 mínútur í leiknum og átti þrjú skot. 88 prósent af 56 sendingum hans heppnuðust (49) og hann bjó til fjögur færi fyrir liðsfélagana. Hákon kom alls fimm sinnum við boltann í vítateig mótherjanna og vann boltann fimm sinnum. Nú verður spennandi að sjá hvort Lille takist að klára dæmið og komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 𝐑𝐞𝐜𝐨𝐫𝐝 𝐝𝐞 𝐩𝐨𝐬𝐬𝐞𝐬𝐬𝐢𝐨𝐧 🔥Face à Montpellier samedi, le LOSC a affiché 76,3% de possession de balle, soit son plus haut pourcentage lors d’un match de Ligue 1 depuis qu’Opta analyse la compétition (2006/2007) 🤯#LOSCMHSC pic.twitter.com/vINhv5aa3I— LOSC (@losclive) March 10, 2025
Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira