Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 23:22 Steven Gerrard komst aldrei nær því að vinna titilinn en vorið 2014. Þá rann hann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á Anfield. Tapið kostaði Liverpool titilinn. Getty/Andrew Powell Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn